Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 22
16
MORGUNN
veiddist á þessum slóðum. 1 kviði hans fundust leifar af
mannslíkama og úrið, sem ungi maðurinn hafði verið með,
er hann drukknaði.
Eigum við kannski að gera ráð fyrir fjarhrifum frá há-
köllum líka? Eða hefur nokkur hér inni haft undirvit-
undarsamband við hákall?
Já, undii'vitundin. Um hana vitum við sitthvað nú, sem
menn vissu ekki fyrir fáum áratugum. Ég get vel hugsað
mér, að hún geymi allt, sem einu sinni hefur inn í hana
komizt. Og vel má vera, að þetta dulminni vakni einmitt
í miðilsdái. Það má vel vera. Þó veit ég það ekki, og það
veit enginn. Ég man vel söguna, sem próf. Ágúst H.
Bjamason sagði okkur stúdentunum, þegar hann var að
kenna okkur sálarfræði, um ungu stúlkuna, sem allt í
einu fór að þylja upp úr sér hebreskar setningar. En þeg-
ar Brezka Sálarrannsóknafélagið fór að rannsaka málið,
kom í Ijós, að mörgum árum fyrr hafði stúlkan gætt bama
í næsta herbergi við guðfræðing, sem þuldi þar upphátt
sitthvað á hebresku, sem unga stúlkan talaði ósjálfrátt
síðar. Og margir kannast við hina margumtöluðu Murphey-
sögu, sem gerðist fyrir fáum árum, er kona í dáleiðslu
rifjaði upp ævagamlar endurminningar frá írlandi, sem
hún hafði aldrei séð, og auðtrúa fólk taldi óðara sönnun
fyrir því, að hún hefði áður lifað á írlandi en væri nú
endurholdguð í Ameríku. Við nánari rannsókn kom í ljós,
að í bernsku hafði hún verið í kunningsskap við fólk frá
írlandi og hafði heyrt af vörum þess sitthvað það, sem
hún þuldi síðar upp undir dáleiðslu.
Svo geymin getur undirvitundin verið og þetta styður
mjög tilgátu sálfræðinga um dulminni, „cryptemnesia".
En svo koma önnur fyrirbrigði, sem alls ekki verða þannig
skýrð, eins og dæmið af dóttur Edmonds hæstaréttardóm-
ara í New York. í transi talaði hún á 9 tungumálum, sem
hún kunni annars ekkert í. Og hér var ekki um dulminni