Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 28

Morgunn - 01.06.1961, Page 28
22 MORGUNN ingin um framþróun lífsins stig af stigi, frá einni tegund til annarar, var að vísu ekki ný, því að Lamarck hafði sett hana fram 50 árum áður, en höfundur hennar er í raun og veru Aristóteles, sem hélt því fram 400 árum fyrir Krists burð, að tilveran ætti upptök sín í hinni æðstu vizku, Guði, stefndi að ákveðnu marki, stig af stigi, frá hinni dauðu náttúru um jurtaríkið og dýraríkið til manns og síðan fram til stöðugt aukinnar vizku. Framþróunar- kenning Darwins, studd af athugunum hans á dýralífi Galópagos-eyjanna, var reist á tilgátunni um náttúru- valið, — natural selection, — en undirstöður þess voru að hans áliti annars vegar afbrigðileiki eða variability teg- unundanna, en hinsvegar „the struggle for existence" eða baráttan fyrir tilverunni, þ. e. a. s. samkeppni tegund- anna og einstaklinganna um æti. Þessar skýringar á fram- þróun lífsins hafa að vísu staðizt illa rannsóknir síðai'i tíma, því að uppgötvun de Vries á stökkbreytingum, Jo- hannessens á kynfestu hreinræktaðra ætta og Mendels á þeim stærðfræðilegu lögmálum, sem erfðir ríkjandi og víkjandi eiginleika fylgja, hafa grafið undan þessum und- irstöðum, og sumir líffræðingar nú á tímum vilja jafnvel hafna sjálfu náttúruvalinu. Það er eitthvert hörmulegasta slysið, sem hent hefur mannkynið, að skefjalaus barátta fyrir tilverunni var gerð að aðalatriði í þessari nýju lífsskoðun, og grimmdin, slægðin og ofbeldið túlkað sem burðarás framþróunarinn- ar. Sökina á þessari rangtúlkun á einni merkilegustu kenn- ingu vísindanna fyrr og síðar er þó ekki hjá Darwin sjálf- um, heldur fyrst og fremst hjá prófessorunum Huxley í Englandi og Háckel í Þýzkalandi, sem báðir voru afburða- snjallir áróðursmenn. Kenningar þeirra féllu í vel undir- búinn jarðveg. Rationalismi 18. aldarinnar hafði grafið undan hefðbundnum trúarskoðunum og stjórnarformi, enda var stjómarfar konungdæmisins af Guðs náð og lénsskipulagsins búið að ganga sér til húðar og orðið rotið, en kirkjan á einhverju mesta ófremdarstigi sínu eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.