Morgunn - 01.06.1961, Page 40
34
MORGUNN
sinna, þar sem tveir eða þrír væru samankomnir í hans
nafni, er fyrirheit um myndun slíks takmarkaðs orkusviðs,
sem er óbundið tíma og rúmi. Dulræn fyrirbrigði, svo sem
lyftingar, eða levitationir, sáramerkingar eða stigmatiser-
ingar og kraftaverkalækningar hafa allt af öðru hvoru
gerzt innan kaþólsku kirkjunnar öðrum kirkjudeildum
fremur, enda er hún stærsta sálfræðilega orkusvið sög-
unnar í tíma og rúmi.
Prófessor Murphy segir, að orkusvið sé ekki aðeins um-
hverfi, heldur einstaklingur og umhverfi, sem verki gagn-
kvæmt hvort á annað. Allur vöxtur og gróðrarmáttur er að
hans áliti tengdur orkusviðum. Þetta fellur hvorttveggja
vel saman við þá reynslu, að batamáttur sjúklinga, sem
tvísýnt er um, fer mjög eftir því gagnkvæma andrúms-
lofti, sem ríkir milli hans, læknisins og alls umhverfisins.
Spítali getur orðið orkusvið með ótrúlegu magni til aft-
urbata, en líka hið gagnstæða.
Sálfræðingurinn Thouless og lífefnafræðingurinn Wies-
ner settu 1947 fram þá hugmynd, að heilinn geymdi ekki
minningar, heldur væri aðeins tæki til að sýna í nokkurs-
konar línuriti utanaðkomandi áhrif úr efnisheiminum. Ein-
hver annar þáttur persónuleikans, sem varla væri hægt að
finna betra orð fyrir en sál, eða ef menn ekki vildu það,
þá tákna það með hebreska stafnum shin, læsi úr þessu
línuriti með ESP, — extra-sensory perception — eða sál-
næmi. Á sama hátt notaði shinið eða sálin heilann sem
nokkurskonar rofa til þess að setja í gang hreyfingar lík-
amans og gerði það með PK — psychokinesis — eða sál-
orku. Við hugsanalestur verkaði svo eitt shin á annað án
milligöngu heilanna, við skyggni tæki shinið við áhrifum
utan að án þess að nota skilningarvitin og heilann sem
upptökutæki, og við efnisleg orkufyrirbrigði án efnislegra
orsaka, eins og þau að ráða kasti tenings í tilraununum,
sem nefndar voru hér áður, verkaði shinið beint á efnið,
án þess að nota rofann og heimilistækin, ef svo mætti
segja, sem eru í sambandi við hann, vöðvana. Þessir menn