Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 44

Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 44
38 MORGUNN ESP af öðrum uppruna. Ég álít sjálfsagt, að þau séu rann- sökuð af hleypidómalausum huga og undir ströngum vís- indalegum skilyrðum. Fáir hafa þá hæfileika til að bera, svo vel sé, og svokallaðar sálarrannsóknir annara hafa enga vísindalega þýðingu, nema ef með því fyndist ein- hver miðill með stórkostlega psi-hæfileika, eins og t. d. Indriði heitinn Indriðason, sem hefur verið merkilegasti PK-miðill eða sálarorkumiðill í sögu þessara rannsókna, ef 50% er rétt af því, sem sagt hefur verið um hann og það af mönnum, sem engin ástæða er til að væna um ósann- indi. Að öðru leyti geta spiritistiskir fundir gert nokkurt gagn með því að sannfæra einhverja, sem orðnir voru vind- þurrkaðir í norðannæðingum efnishyggjunnar, um það, að til eru önnur lögmál en þau, sem felast í formúlum eðlis- fræði og efnafræði. Prófessor Jung, hinn frægi sálsýkisfræðingur, sagði fyrir rúmum aldarfjórðungi: „Meðal allra sjúklinga minna, sem komnir voru yfir miðjan aldur, þ. e. a. 35 ár, hefur ekki verið einn einasti, sem ekki átti við það vandamál að stríða, þegar öll kurl komu til grafar, að finna trúaxlega afstöðu til lífsins. Það er óhætt að segja, að sérhver þeirra varð sjúkur af því að hann hafði glatað því, sem lifandi trúarbrögð allra alda hafa veitt fylgjendum sínum, og enginn þeirra varð raunverulega heilbrigður, ef hann öðl- aðist ekki aftur trúarleg sjónarmið sín“. Rannsóknir prófessors Jung, sem hann hefur stundað í marga áratugi, sýna það, að trúin á annað líf og æðri máttarvöld er sameiginlegur arfur alls mannkyns, með- fædd eðlishvöt, sem alveg eins mætti reikna aldur manns- ins frá og því, að hann tók að ganga á tveimur fótum, því að það gera fleiri dýr. Það er jafn óeðlilegt að telja slíka eðlishvöt gagnslausa fyrir líf okkar og farsæld eins og spuna-eðlishvötina fyrir köngurlóna. Gjafir lífsins eru ekki gefnar í blindni, jafnvel þótt menn meðtaki þær með aug- un aftur og lokaðan huga. Og gjafir lífsins eru dásamleg- ar, þegar þær eru hagnýttar samkvæmt lögmálum þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.