Morgunn - 01.06.1961, Side 70
64
MORGUNN
ig misst litlu Sharon sína úr slæmri liðagigt, sem mjög
hafði reynt á hjarta hennar. Einu sinni enn hafði svarti
vagninn boðað skelfingaratburð.
í hótelinu í Nevada
Næst vitjaði mín þessi ógnandi draumur í Las Vegas
í Nevada í apríl 1955. Við hjónin dvöldumst þar í mánaðar-
leyfi.
Allan daginn hafði hitinn verið svo gífurlegur, að það
var sem maður gleypti eldsloga, þegar maður andaði að
sér. Loftið var fullt af þurrum sandi, svo að manni varð
erfitt að hreyfa sig. Og til þess að gera allt enn verra,
voru gistihúsin yfirfull af gestum. Við leituðum og leit-
uðum, unz við fundum dvalarstað í útjaðri bæjarins.
Þegar við ókum að húsinu var eigandi þess, Campell
að bagsa við að lyfta loftkælara upp í glugga. Við vorum
naumast komin inn í herbergi okkar, þegar ég varð yfir-
komin af þeim þunga leiða og eirðarleysi, sem ég verð
oft vör við, áður en mig dreymir svarta vagninn.
Það var komið fram yfir miðja nótt, er mér tókst loks
að festa svefn, og þá þegar dreymdi mig að svarti vagn-
inn næmi staðar fyrir framan hús Campbells. Allt fór að
venju, ég fór út úr vagninum, leið í gegnum veggina, unz
ég nam staðar fyrir framan rúm Campbells.
Næsta kveld fór ég að herbergjum húsráðenda til þess
að biðja um hrein handklæði. Hjónin buðu mér inn, og er
ég kom inn í herbergið, sló út á mér köldum svita. Það
var eins og ég missti meðvitund, kom ekki einu sinni fyrir
mig nafni mínu í svipinn. Ég var á valdi draumsins og
þeirra ógna, sem hann hafði áður boðað.
Einhvem veginn komst ég út og hafði þá stamað því
út úr mér við herra Campbell, að hann skyldi fara var-
lega í það, að lyfta kælitækjum í þessum hita. Ég var
geisilega hrædd, meðan ég sagði þetta við manninn, en
segið þið mér, hvernig væri um ykkur sjálf, ef þið væruð