Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 78

Morgunn - 01.06.1961, Page 78
72 MORGUNN sem til hans berst, í hlutfalli við hugmyndaheim sinn og menntun. En það má þó hverjum vera auðsætt, og þeim ljósast, sem bezt þekktu A. J. Davies. að óhugsandi er, að rekja til sjálfs hans þá furðulega yfirgripsmiklu og staðgóðu þekk- ingu, sem fram kemur í ritum hans. Það fer tíðum svo langar leiðir fram úr þekkingu hans og sáralitlum bókleg- um lærdómi. Þessvegna varð hann mönnum ráðgáta, og þess vegna er hann mönnum ráðgáta enn. Hvaðan eru ræðumar, sem hann flutti í dásvefni komn- ar? Um það verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt. Þó hafa menn freistað margra skýringa á því. Með þeirri þekkingu, sem vér höfum á mannlegu vitundarlífi, möguleikum þess og takmörkunum, er óhugsandi að segja, að út vitund hans hafi þær verið komnar. Sjálfur var hann sannfærður um, eins og áður segir, að meginuppsprettan væri Swedenborg hinn sænski sjáandi. 1 sambandi við það mál bendir Sir Arthur Conan Doyle á fjórar staðreyndir: 1. Davies staðhæfði, að hann hefði séð og heyrt holdgaða mynd Swedenborgs áður en hann þekkti nokkuð til kenninga hans. 2. Eitthvert afl náði tökum á þessum gersamlega ómennt- aða unglingi og veitti honum undraverða þekkingu. 3. Þessi þekking hné í megindráttum mjög til sömu áttar og kenningar Swedenborgs höfðu gjört. 4. Kenningar Davies náðu feti lengra og í þeim kemur fram þekking á andlegum öflum, sem Swedenborg bjó ekki yfir í lifanda lífi en eðlilegt er að hugsa sér að hann hafi öðlast í andaheiminum. Var Swedenborg þama að verki ?.. Hvort sem Davies stóð einn eða annar honum meiri stóð að baki hans, er auðsætt að undraverður maður var hann“. Fyrsta rit Davies kom út 34 sinnum á 30 árum, og hann hlaut aðdáun margra. En til æviloka, í hárri elli, var hann elskulegur maður, hreinlífur, auðmjúkur og lítillátur. Og hann lifði samkvæmt kenningum sínum. Bækur hans seld-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.