Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 81

Morgunn - 01.06.1961, Page 81
MORGUNN 75 nefna skynjun mína að þessu sinni því nafni, að einhvers- konar geislablik streymdi gegn um hluti þá, sem athygli mín beindist að, engu líkara en efnið leystist sundur við það að hugsun mín snerti það. Ég þekkti þarna líkama minn í rúminu, horfði á hann frá hlið, form hans og lögun. Æða- og tauganetið sá ég í stöðugri hreyfingu, líkt og sæg eða hópa af lifandi, lýsandi eindum. f herberginu var nú orðið dimmt, því að Ijósið frá lampanum hafði ekki við sótkófinu, sem myndazt hafði. Þrátt fyrir þetta sá ég hlutina, eða e. t. v. öllu fremur fos- fórlitaða mynd þeirra, er virtist renna saman við veggi her- bergisins. Ég komst nú að raun um, að mér var unnt að sjá einstaka hluti í næstu herbergjum á sama hátt. Ég var ekki lengur í líkama mínum, sem lá hreyfingarlaus í rúm- inu. Ég var eins og áþreifanleg mynd eða svipmynd hugs- unarinnar, sjálfstæð hugmynd, búin máttugleika til að fara hvert sem vera skyldi um víðlendur jarðar, loft og lög, hraðar en eldingin, eftir því sem hugur minn óskaði. Ef ég segði: Ég fann að ég var frjáls, léttur, lifandi ljósvaki, nægði þó ekkert þessara orða til þess að túlka þá takmarkalausu frelsiskennd, sem fyllti huga minn. En nú varð þessi tilfinning mér allt annað en þægileg. Ég varð gripinn ósegjanlegri hugarkvöl. Ég fann með sjálfum mér, að mér yrði unnt að öðlast frelsi með þeim hætti ein- um, að ég gæti losað líkama minn úr því ástandi, sem hann var kominn í. Löngun greip mig til að taka lampann upp og opna gluggann. Ofur einfalt. En þetta var efnisræn athöfn, sem mér var alveg um megn að framkvæma, því að mér var ekki unnt að hreyfa líkama minn eða stjórna honum, þótt ég hefði áður ímyndað mér, að ég gæti þetta með því að einbeita huganum. Nú kom mér allt í einu móðir mín í hug. Hún svaf í næsta herbergi. Ég sá hana greinilega í gegn um vegginn, þar sem hún hvíldi í værum blundi í rúmi sínu, en líkami henn- ar virtist mér stafa frá sér ljósbliki, eins og geislandi fos- fórbjarma. Mér virtist það mundi engum erfiðleikum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.