Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 85

Morgunn - 01.06.1961, Page 85
M O R G U N N 79 síðar, lagði hann veikur af stað til byggða, en var orðinn svo máttfarinn, að hann drukknaði í á, sem hann ætlaði að vaða yfir. Þessi ungi maður var einkasonur móður sinnar og einka- barn, en hún var ekkja búsett í H. í Þýzkalandi. Hún óskaði þess, að lík hans yrði brennt hér og askan send henni heim. Og hún bað þess, að líkræða yrði hér flutt yfir kistu hans og á þýzku. Þýzki sendiherrann í Rvík bað mig að tala yfir líkbörum unga vísindamannsins, og varð ég við þeirri beiðni. Ég fékk í hendur dagbók hans, til þess að kynnast honum að nokkru. Það var fögur bók. Hvern dag hóf hann í óbyggðunum með því að skrifa í dagbók sína einhverja fagra ritningargrein, sem hann vildi hafa í huga þann dag. Yfir börum hans lagði ég út af orðunum: „1 húsi föður míns eru mörg híbýli“. Ég talaði um, að enn væri ungi maðurinn látni og móðir hans í sama húsi, en sitt í hvoru herbergi, unz engill dauðans leiddi hana í herbergið til hans. Sendiráðið fékk ræðuna til að senda móðurinni og skömmu síðar fékk ég mjög ástúðlegt þakkarbréf frá ekkjunni, — einmitt svona kvaðst hún vera að reyna að líta á missi einkabamsins. Nokkrar vikur liðu. Þá barst mér í hendur bréf, sem móðirin í Þýzkalandi hafði sent þýzkri stúlku hér í bæn- um, en henni hafði ungi maðurinn kynnzt, er hann kom hingað til lands öllum ókunnur. Stúlkan hafði greitt götu hans hér og skrifað móðurinni samúðarbréf eftir útförina í Fossvogskirkju. En í bréfinu bað móðirin þess, að það yrði látið ganga til mín, þegar stúlkan væri búin að lesa það. 1 bréfinu segir móðirin, að hún beri sorg sína og missi í þeirri vissu, að drengurinn sinn sé oft hjá sér enn, og að hann hafi komið til sín og birzt sér heima nóttina, sem hann dó uppi í öræfum Islands. Hún kveðst hafa vaknað snögglega og setzt upp í rúmi sinu og þá hafi hún séð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.