Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 8

Morgunn - 01.06.1965, Side 8
2 MORGUNN lega gerir sér grein fyrir því hvað það er að vona og bíða og þrá. Ég held, að það sé hann einn, sem þráir vorið al- gerlega vitandi vits, enda þótt það færi öllu lífi unað og vöxt og blessun. Blómin á grundinni, dýr merkurinnar, fuglar loftsins og fiskar hafsins virðast lifa fyrst og fremst í tím- anum og í hinni líðandi stund. Og enda þótt hjá sumum hinna æðri dýra, sem við svo nefnum, séu fyrir hendi endur- minningar liðins tíma, þá virðist áhrifa þeirra á hina líðandi stund gæta tiltölulega lítið. Svipað má einnig segja um við- horfið til framtíðarinnar og þess ókomna. Fátt bendir til þess, að dýrin hugsi verulega fram í tímann. Að langsam- lega mestu leyti lifa þau líðandi stund og láta hverjum degi nægja sína þjáning. Þegar farfuglarnir fljúga hingað yfir höfin á vorin, þá líta flestir svo á, að þar um ráði meira meðfædd hvöt eðlisins en vitandi hugsun um landið, sem bíður þeirra í norðri, né heldur endurminningin um bjarta daga liðins sumars, þegar þeir vöppuðu hér úr hreiðrunum, eða önnuðust hér ungana sína í mó eða mýri. Og þegar hinn kviki þrastasöngur í garðinum vekur mig snemma á morgnana og vorið ilmar og sólin skín, þá get ég ekki varizt þeirri hugsun, að þessar glöðu raddir séu svona kátar og hreinar vegna þess, að fuglarnir njóti vormorguns- ins á annan hátt og í nokkuð öðrum mæli en við mennirnir gerum. Fortíðin varpar þar engum skugga á unað augna- bliksins, né heldur draga áhyggjur og hugsun um framtíð- ina úr þeim fögnuði þess að lifa, sem fyllir litla hjartað, sem þarna slær í fiðruðum barmi. Og þá vaknar eðlilega sú spurning, hvers vegna okkur mönnunum sé ekki einnig gefið það, að geta heilsað og fagnað vorinu á sama hátt, sem nýrri opinberun, nýju undri, nýrri dásemd, sem við getum lifað og notið til fulls og án allra tengsla við fortíð okkar eða framtíð. Höfum við verið sviptir einhverju, eða ber að telja okkur það til forréttinda, að við erum færir um að skynja tímann í órofa tengslum við fortíð og framtíð, þannig að þær báðar lykja um líðandi stund eins og skeljar um perlu?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.