Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 12

Morgunn - 01.06.1965, Side 12
6 MORGUNN Loks er að geta þeirrar örlagaríku afleiðingar þess, hvern- ig við mennirnir skynjum tímann, sem fortíð, nútíð og fram- tíð, að við, sennilega einir allra lífsvera jarðarinnar, gerum okkur átakanlega og ljósa grein fyrir því, að jarðlíf okkar er aðeins stundarfyrirbæri, og að sú stund verður ekki um- flúin, að dauði líkamans verði hlutskipti okkar allra undan- tekningarlaust. Þessi örugga vissa hlýtur að móta að veru- legu leyti viðhorf hvers einasta hugsandi manns til hinnar líðandi stundar og til verðmæta þessa líkamlega lífs. Við sjónum hugsandi manns blasir sú staðreynd, að hann lifir í tímanum hér á jörð. Hann finnur, að á bak við hans eigin fortíð er önnur fortíð, myrkri hulin, og handan við hans eigin framtíð, þar sem líkamslífi hans mun ljúka, er önnur framtíð, sem hann veit ekki hvort hann muni eignast nokkra hlutdeild í. Að því leyti má með sanni segja, að maðurinn fæðist og hefji jarðlíf sitt, án þess að vita um upphaf sitt, og hann deyr inn í framtíð, sem hann veit ekki hvað geymir. Þetta er, vægast sagt, mjög ömurleg lífsskoðun og hefur harla litla huggun að færa. Og enda þótt raunvísindin og efnishyggjan hafi löngum flutt mönnunum þennan dapur- lega boðskap, þá er skylt að segja það anda mannsins, frelsi hans og reisn til verðugs hróss, að þessi boðskapur hefur aldrei fullnægt honum og mun aldrei gera, sem betur fer. Frá elztu tímum hefur trú mannsins á framhald lífs eftir líkamsdauðann í einhverri mynd verið hans megin huggun og styrkur. Og þetta, að trúa á sigur lífsins, þrátt fyrir það, að staðreynd dauðans blasir hvarvetna við honum — það eitt út af fyrir sig er býsna sterk sönnun þess, að maðurinn er annað og meira en efnislíkaminn, háður hrörnun og upp- lausn þess stundlega. Með vaxandi þekking er okkur einnig að verða það ljós- ara, að tilveran og líf okkar sjálfra er harla auðugt að verð- mætum, sem eru öðruvísi og gjörólík efninu, enda lúta allt öðrum lögmálum. Þau verðmæti verða hvorki mæld í metr- um eða lítrum, né heldur á venjulega vog vegin. Þau eru meira að segja svo furðuleg, að þau eyðast ekki þótt af þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.