Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 13

Morgunn - 01.06.1965, Page 13
MORGUNN 7 sé tekið, heldur þvert á móti margfaldast við það, að sem flestum og sem mestu sé af þeim miðlað. Ekki minnkar ljós- ið við það eitt, að það lýsi öllum í húsinu. Ekki minnkar þekkingin við það, að mörgum sé af henni miðlað. Ekki verð- ur fegurðin etin upp til agna þótt margir njóti hennar. Ekki þarft þú að óttast það, er þú miðlar öðrum af gleði þinni, að þú eigir þá ekkert eftir handa sjálfum þér. Og ekki þarft þú þess vegna að vera spar á kærleika og góðvild til ann- arra, að þú fyrir vikið verðir sjálfur fátækari að þeim gæð- um. Þetta sýnir, að það eru vissulega til verðmæti á þessari jörð, sem ekki lúta lögum efnisins, jafnvel ekki þó þau séu í nánum tengslum við það. Það, sem við nefnum anda mannsins eða sál, er vissulega í nánum tengslum við líkamann á meðan ævi okkar varir hér á jörð. En hitt fær varla dulizt neinum sæmilega skyn- bærum manni, að það er sálin, sem yfirleitt stjórnar líkam- anum, en ekki líkaminn sálinni. Mannslíkaminn er að vísu afskaplega sniðug og marg- brotin vél, sem gengur oftast nær mjög prýðilega fyrir því afli, sem eldisneytið úr daglegri fæðu leggur henni til. Og þessar vélar eru mjög frábrugðnar að stærð og útliti og enn- fremur misjafnlega aflmiklar. Þegar á annað borð er búið að setja þær af stað, ganga þær með sæmilegri umhyggju og aðgerðum læknanna, þegar á þarf að halda, oft furðu vel og furðu lengi, þó að þær slitni með tímanum eins og allar aðrar vélar efnisins, og auðvelt sé að eyðileggja þær með rangri og heimskulegri meðferð. Hjartað slær án þess stöð- ugt þurfi að hugsa um að ýta því af stað. öndunin fer fram reglulega og kirtlar og hormónar inna sín störf af höndum hávaðalaust. Þessi vél er í gangi einnig á meðan við sofum og höfum enga hugmynd um það, á sama hátt og vél í bíl getur gengið sjálfkrafa á meðan bensínið endist, þótt bil- stjórinn sé þar hvergi nærri. En þegar til þess kemur að beina orku líkamsvélarinnar að hinum afskaplega fjölbreytilegu störfum mannlegs lífs, þá þarf einhvern til þess að stjórna þessari vél ekkert síður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.