Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 19

Morgunn - 01.06.1965, Side 19
MORGUNN 13 frábrugðinn hinum, að hann virðist ekki lúta þyngdarlög- málinu, heldur er unnt að svífa í honum yfir láð og lög. Þessi draumlíkami er aðsetur persónuleikans og meðvit- undarinnar. Maðurinn er íklæddur honum í draumnum á sama hátt og maður er íklæddur jai’ðlíkamanum í vökunni. Maður finnur þar greinilega til persónuleika síns og persónu- einkenna og heldur einnig minningum sínum. Og þeir, sem maður sér í draumnum og hefur samskipti við, eru einnig í draumlíkama og virðast vera alveg eins í sjón eins og væru þeir í sínum jarðneska líkama. Til er það — og um það margar vel vottfastar frásagnir — að menn fari um stund úr jarðlíkamanum og birtist, meðan á þessu stendur, á öðrum stað langt í bui’tu í líkama, sem er svo líkur jarðlíkamanum, að þeir þekkjast greinilega. Sem dæmi um þetta má nefna eftirfarandi frásögn: Hinn 23. desember 1935 var bóndi nokkur í Indian Springs í Indiana, Walter E. McBride að nafni, við vinnu sína eins og vant var. En allan liðlangan daginn gat hann ekki annað en verið að hugsa um föður sinn, sem átti heima alllangt í burtu. Honum fannst endilega, að gamli maðurinn hlyti að vera veikur. Um áttaleytið um kvöldið, þegar hann var hættur vinnu og sat einn heima hjá sér, fannst honum, að stofan fylltist af einhverju hvítu ljósi, og að hann svifi þar um eins og í lausu lofti. Hann kvaðst hafa verið glaðvak- andi. Þegar hann hafði þannig lyfzt allhátt frá gólfinu, leit hann við og sá þá líkama sinn greinilega liggja þar á rúminu. Því næst fannst honum hann svífa upp í gegn um loftið og þakið, án þess að það veitti nokkra viðstöðu. Og enn hélt hann áfram að svífa í loftinu í norðurátt, áleiðis þangað, sem faðir hans átti heima: Hann fer inn í hús föður síns þvert í gegn um húsvegginn og nemur staðar við fótagafl rúmsins, þar sem gamli maðurinn sat upp við dogg. Hann tók eftir því, að faðir hans horfði á hann með undrun í svipnum, en ekki virtist hann heyra það, sem McBride sagði við hann. Eigi að síður varð McBride þess áskynja, að ekkert sérstakt amaði að gamla manninum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.