Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 20
14 MORGUNN Augnabliki síðar varð hann þess var, að hann var á leið- inni heim til sín. Hann sveif inn í svefnherbergið, sá líkama sinn liggja þar í rúminu og fór í hann aftur. Og í sama vet- fangi var hann þar glaðvakandi og hress eins og ekkert hefði í skorizt. En á meðan á þessu ferðalagi stóð, kveðst hann hafa fundið til nálægðar einhvers, sem hann þó ekki gat séð, en fannst vera með sér til leiðsögu og verndar. Þegar McBride vaknaði í jarðlíkamanum, reis hann þegar á fætur og skrifaði hjá sér timann og hvað fyrir hann hafði borið. Tveim dögum seinna, eða á jóladaginn 1935, heim- sótti hann föður sinn og sagði honum upp alla söguna. Gamli maðurinn varð harla undrandi og sagði, að á þessari sömu stundu hefði hann séð son sinn standa við fótagaflinn sinn, og orðið svo mikið um, að hann hefði þegar skrifað hjá sér daginn og stundina. Þennan dag voru stödd á heimili gamla mannsins mæðgin úr nágrenninu, sem vottað hafa um að frásögn þessi sé sann- leikanum samkvæm.“ 1 bókinni „Six Theories About Apparitions“, sem út kom árið 1956, er að finna 41 frásögn svipaðrar tegundar, þar sem lifandi menn fara úr líkamanum, en eru þó í einhvers konar líkama, sem þeir ekki aðeins sjálfir skynja sig vera í, heldur birtast þeir öðrum sýnilegir í þessum líkama. Kona er nefnd Caroline D. Larsen og var gift prófessor Alfred Larsen í Vermont. Hún gaf út árið 1927 bók, sem hún nefndi: „My Travels in the Spirit World“. Þar segir hún meðal annars frá reynslu sinni á þessa lund: Kvöld nokkurt haustið 1918 fór hún snemma að hátta. Veit hún þá ekki fyrri til en hún stendur á gólfinu í svefn- herberginu og sér hinn jarðneska líkama sinn liggja eftir í rúminu. Hún sá hann mjög greinilega og kannaðist við hvern drátt í svipnum, en hann lá grafkyrr og var náfölur eins og liðið lík. Síðan litaðist hún um í herberginu. Allt var þar eins og það átti að sér að vera og hver hlutur á sínum stað. Henni varð aftur litið á líkama sinn í rúminu og gat ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.