Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 21

Morgunn - 01.06.1965, Side 21
MORGUNN 15 betur séð en að hann væri dáinn. Síðan gekk hún inn í bað- herbergið. Á leiðinni eftir ganginum heyrði hún greinilega hljóðfæraslátt neðan úr stofunni, þar sem maður hennar ásamt nokkrum nemendum var að æfa og spila Adagio eftir Beethoven, Op. 127, og naut hún fegurðar þessa fagra lags. Inni í baðherberginu nam hún staðar framan við stóran spegil, sem hékk yfir baðkerinu. Af gömlum vana ætlaði hún að kveikja rafljósið, en gat það ekki, enda þótt hún fyndi fingur sína snerta kveikjarann. En það einkennilega var, að hún þurfti ekkert ljós. En þegar hún leit í spegilinn, varð hún þess fyrst vör, að ekki var allt með feldu. 1 stað þess að sjá þar mynd miðaldra konu, blasti við henni i speglinum kornung stúlka innan við tvítugt. En hún þekkti þegar, að þetta var hún sjálft, eins og hún var á þessum aldri og þó raunar ennþá fallegri. Hún lyfti upp báðum höndum framan við spegilinn, kreppti og rétti fingurna. Henni fannst þær vera mjög fíngerðar og léttar. Þó fann hún gerla til afls í öllum fingrum og fann eðlilega til hverrar hreyfingar. Hún var hlaðin lífsorku og lífsfjöri. Skyndilega datt henni í hug að skreppa niður í stofuna til þess að lofa manni sínum og þeim þremur, sem voru þar að æfa með honum, að sjá sig. Og lagði hún þegar af stað niður stigann. Hún tók eftir því, að hún þurfti ekki að beita venjulegri líkamsorku til þess að hreyfa fæturna, heldur var sem þeir hlýddu hugsun hennar algjörlega erfiðislaust. En hún var ekki komin lengra en niður á stigapallinn mitt á milli hæðanna, þegar hún sá veru í skínandi klæðum standa fyrir framan sig. Hún rétti út hvítan arminn og hóf upp vísifingurinn um leið og hún sagði mjög ákveðin á svip- inn: ,,Hvert ertu að fara? Farðu aftur i líkama þinn.“ Þessu fylgdi slíkur myndugleiki, að frú Larsen fann, að ekki kom annað til greina en að hlýða. Hún sneri því við, nauðug þó, gekk upp stigann, inn eftir ganginum og inn í svefnherbergið. Þar lá líkami hennar i rúminu eins og dauður væri. Hún virti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.