Morgunn - 01.06.1965, Page 26
20
MORGUNN
að þetta ,,ég“ er sífellt að breytast, og satt að segja vitum
við of lítið um framhaldslífið til þess að geta um það sagt,
hvað okkur er ætlað að verða og hvað við getum orðið, ef
við beinum þroska persónuleikans í réttar áttir bæði hér á
jörð og í því lífi, sem við tekur eftir dauðann.
Margt bendir til þess, bæði í reynslu þeirra, sem geta yfir-
gefið jarðlíkamann um stund í þessu lífi, í draumum okkar,
og í því, sem fram kemur á miðilsfundum, að við munum
eftir dauðann vera í einhvers konar líkama, sem þó er miklu
fíngerðari en efnislíkaminn, og að við höfum þennan likama
þegar í þessu lífi.
1 þriðja lagi eru líkur til þess, að í framhaldslífi fái öll
vitund mannsins að njóta sín til fulls og sú sundurgreining í
dagvitund og undirvitund, sem við búum við í þessu jarðlífi,
sé þá úr sögunni. Og þetta opnar persónuleikanum mögu-
leika til aukinnar lífsfyllingar og meiri og víðtækari þroska
en okkur nú getur dreymt um.
Við lifum hér á jörð í takmörkuðum heimi tíma og rúms,
háðir skynfærum hins jarðneska líkama, sem við vitum að
eru ófullkomin, þannig, að við sjáum í rauninni allt „sem í
skuggsjá og óljósri mynd“. Og við erum ekki þess umkomin
nú, að „sjá þá dýrð, sem á okkur mun opinberast“.
Grein þessi er að verulegu leyti þýðing á köflum úr nýútkominni
bók eftir prófessor Hornell Hart, er var um nítján ára skeið kennari
við Duke háskólann í Carolina og náinn samstarfsmaður hins heims-
fræga sálfræðings dr. J. B. Rhine. Bókin heitir The Enigma of Survival
og kom út í fyrsta sinn árið 1959.
Sveinn Víkingur.