Morgunn - 01.06.1965, Page 42
36
MORGUNN
rannsóknafélags Islands, að það beri gæfu til þess, að beita
ævinlega ýtrustu nákvæmni og vísindalegri varúð í rann-
sóknum sínum, svo það megi verða kristinni kenningu stoð
og stytta, þegar íslenzk kirkja vaknar til fullrar meðvitund-
ar um mikilvægi sálarrannsókna og þýðingu þeirra fyrir boð-
skapinn, að lif er að þessu loknu.
Hœttu þessu söngli og bœnálestri og þessu sífellda fitli við
perlurnar á talnabandi þínu. Hvern hyggst þú að tilbiSja í þess-
um myrka musterisklefa, þar sem allar hurðir eru lœstar? —
Ljúktu upp augunum, svo aS þú sjáir, dS GuS þinn er ekki hér.
Hann er þar, sem bóndinn yrkir jörSina, og þar sem braut-
rySjandinn leggur nýjan veg. I sól og í regni er hann hjá þeim,
og faldur skykkju hans er stráSur ryki af dagsins önn. AfklœS
þig helgiskrúSa þínum og tak þátt í starfi vinnandi handa.
Frelsun? Hvar er hana aS finna? Sjálfur Drottinn tók fús á
sig fjötur hins skapaSa og varS einn af oss aS eilífu.
Hverf því burt frá íhugun og ilmi reykelsis þíns. HvcrS skaS-
ar þaS, þótt skrúSi þinn velkist og slitni? LeitáÖu hins Hœsta, og
hann mun verSa hjá þér í starfi og í sveita þíns andlitis.
[Lauslega þýtt úr Gitanjali eftir Rabindranath Tagore].