Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 43

Morgunn - 01.06.1965, Side 43
Sveinn Víkingur: Ávarp. Flutt á skyggnilýsingafundi í samkomuhúsinu Lido. 25. marz 1965. ☆ Ég hef verið beðinn að segja hér nokkur orð áður en skyggnilýsingar Hafsteins Björnssonar miðils hefjast. Mér er ljúft að verða við þeim tilmælum. Gamalt máltæki segir, að svo er margt sinnið sem skinnið. Og einnig er sagt, að sínum augum líti hver á silfrið. Víst er um það, að þetta hvoru tveggja má mjög til sanns vegar færa. Það er vissulega ekki margt í þessum heimi, sem allir menn eru sammála um undantekningarlaust. Þó er þetta til. Ég held til dæmis, að um það verði ekki skiptar skoðanir, að ,,eitt sinn skal hver deyja“, að jarðneskt líf einstaklingsins varir ekki nema takmarkaðan tíma. Þetta telur maðurinn sig vita með öldungis óbrigðilegri vissu, að dauði líkamans verði hlutskipti hans, enda þótt það heyri framtíðinni til. Og margir ætla, að hann einn allra lífsvera jarðarinnar, sé sér fyllilega meðvitandi um þessi örlög, sem bíða hans. Hvers vegna er honum einum veitt þessi dapurlega inn- sýn í sína eigin framtíð? Um það geta skoðanir orðið skiptar og skal það ekki rætt hér. Hitt er engum vafa undirorpið, að þessi fuilvissa um dauðann, sem enginn veit sig öruggan fyrir, og getur knúið á okkar eigin dyr hvenær sem er, og oft fyrirvaralaust, hlýtur að hafa allveruleg áhrif á okkur. Mörgum vekur hugsunin um dauða sinn eða sinna nánustu nokkurn ótta eða kviða, enda lífslöngunin hverjum heilbrigð- um manni í eðlið borin. En í stað þess að láta hina köldu staðreynd dauðans yfir- buga sig og bíta úr sér kjarkinn, hefur mannsandinn risið gegn valdi og hótunum dauðans og fundið styrk, huggun og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.