Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 46

Morgunn - 01.06.1965, Page 46
40 MORGUNN sem menn almennt viðurkenna sem óræka þekking. Og nú er svo komið, að við f jölmarga háskóla víðs vegar um heim eru rannsóknir dulhæfileika mannssálarinnar og allra teg- unda dulrænna fyrirbæra stundaðar með síauknum áhuga af hinum færustu og ágætustu vísindamönnum, og árlega þess varið stórfé, enda þótt þar sé þörf enn meiri átaka. Þess- ar rannsóknir hafa að vísu hlotið annað nafn en áður, og eru kenndar við dulsálarfræði eða Parapsychology, en verkefnið er í rauninni hið sama. Þetta sýnir, að vísindi nútímans eru engan veginn þeirrar skoðunar, að þessi mál liggi utan þess sviðs, sem vísindaleg þekking geti eða eigi að ná til. Hef ég og satt að segja aldrei séð nein skynsamleg rök færð fyrir því að þekking á þessum sviðum sé ófáanleg eða jafnvel beinlínis syndsamleg og bönnuð. Árangurinn af þessum rannsóknum hefur þegar orðið mikill og gefur góðar vonir um framtíðina. Meðal annars hefur tekizt að sanna svo að ekki verður um deilt, að hin svonefndu fjarhrif (telepathy) í mörgum myndum eiga sér stað, þar sem hugsanir og ýmis konar vitneskja berst mönn- um eftir öðrum leiðum en venjulegri skynjun skynfæra lík- amans. Einnig hefur verið sýnt með sterkum rökum og ná- kvæmum tilraunum, að sál eða andi mannsins getur í þessu lífi starfað sjálfstætt og óháð líkamanum og jafnvel einnig tíma og rúmi, þegar rétt skilyrði eru fyrir hendi. Hefur þar og mjög margt komið í ljós, sem bæði beint og óbeint ein- dregið bendir til framhaldslífs og sambands við þá, sem farn- ir eru af þessum heimi. 1 nýlega útkominni bók um þessi efni eftir dr. Luisu Rhine, sem um mörg undanfarin ár hefur ötullega unnið að þessum rannsóknum með manni sínum dr. Rhine í rannsóknarstofn- un Duke háskólans, vill frúin að vísu ekki fullyrða neitt um það, að nægilega sterkar vísindalegar sannanir séu þegar fengnar fyrir framhaldslífi og sambandinu að handan, en hún er hins vegar bjartsýn á, að þetta muni takast áður en langir tímar líða. Hún segir meðal annars:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.