Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 55

Morgunn - 01.06.1965, Page 55
MORGUNN 49 stofuna. Það glymur hátt í tréskónum við gólfið og brakar í því. Lampinn byrjar að hreyfast og titra. Nú er gengið um gólfið yfir höfðum okkar þungum skrefum. Síðan er byrjað að draga þar til stóla og borð. Á þessu gengur góða stund. Þá er gengið fram í eldhúsið á ný og þaðan fram á ganginn, þar sem fótatakið smá dó út í f jarska. Allir heyrð- um við þetta greinilega og samtímis. Við héldum nú að öllu væri lokið og ræddum um þetta fram og aftur dálitla stund. Einhvern veginn kom okkur saman um, að þessi vera hlyti að vera karlmaður, vegna þess hve þungt var stigið niður og yfirleitt bar þeim saman um, að þetta væri aðeins endurtekning þess, sem þeir höfðu áður heyrt. En sem við erum að ræða um þetta, heyrum við allir fótatakið á nýjan leik. Og nú er umgangurinn ekki uppi á loftinu, heldur niðri í kjallara. Undir gólfi stofunnar, sem við vorum í, var matvælageymsla skólans, sem var vandlega læst um nætur, eins og að líkindum lætur. Nú heyrum við, að hiklaust er gengið inn í þessa kompu og tekið þar allhressilega til starfa. Við heyrum, að tunnur eru dregnar eftir steingólfinu, kassar fluttir til og þeim hlammað niður á gólfið. Á þetta hlustum við góða stund. Þá dettur allt í dúnalogn og við heyrum fótatakið fjarlægjast og hverfa. Eftir þetta urðum við einskis varir, sofnuðum og sváfum vært það sem eftir var nætur. Um morguninn vorum við snemma á fótum. Okkar fyrsta verk var að hitta matráðskonuna að máli og spurðum hvort gleymzt hefði að læsa matvælageymslunni. Hún varð all- undrandi á svip, kvaðst hafa læst geymslunni um kvöldið, vera með lyklana í svuntuvasa sínum og sýndi okkur þá. Við fórum siðan niður í kompuna, sem reyndist vera tryggi- lega læst, litum þar vandlega í kringum okkur, en gátum ekki séð, að þar hefði verið hreyft við nokkrum hlut. Síðan afhentum við Guðgeiri kennara lykla hans og sögð- um honum frá því, sem við höfðum heyrt um nóttina. Þótti honum þetta að vonum harla einkennilegt. Hann fór með okkur upp á loft, lauk þar upp herbergjum sínum, bæði eld- 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.