Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 58

Morgunn - 01.06.1965, Page 58
52 MORGUNN Um fleiri felustaði var ekki að ræða. Að lokum snöruðust stelpurnar fram á gólf og spurðu hvort við vildum ekki líka leita í sænginni hjá þeim. Ég held, að við höfum verið fremur kindarlegir á svipinn, þegar við læddumst upp stigann eftir þessa árangurslausu leit. Þegar ég kom upp í herbergið mitt, var Hjörtur þar í fastasvefni og hinn stofufélagi minn líka. Rúmum tveim árum seinna hitti ég Þóru Brynjólfsdóttur í Danmörku. Við rifjuðum upp gamlar minningar frá Eið- um. Þar á meðal barst í tal leitin að karlmanninum í stofu þeirra þetta kvöld og það, sem fyrir mig hafði borið á gang- inum, er ég varð þar fyrir árás þeirrar furðuveru, sem ég síðan sá fara rakleitt inn í stofuna til þeirra. „Ég trúði ekki einu orði af þvættingi ykkar þá,“ sagði Þóra. „En seinna hef ég komizt að raun um, að það var ekki rétt af mér að rengja ykkur.“ Ekki vildi hún þó gefa mér neina frekari skýringu á þess- um orðum sínum. Bláu ljósin. Það er skammdegiskvöld fyrri veturinn minn á Eiðum. Ég sit við gluggann á herberginu okkar uppi á loftinu og horfi út í myrkrið. f björtu blasti kirkjan við úr þessum glugga, enda skammt frá. En þetta kvöld sá ég þó aðeins óljóst móta fyrir henni í daufum bjarma olíuljósanna, sem lagði út um glugga skólahússins. Einhvern veginn staðnæmdust þó augu min við litlu kirkj- una. Og nú sé ég tvö lítil, blá ljós hlið við hlið í einum glugg- anum. Það var því líkast, að þarna stæðu tvö kerti í glugg- anum. Að öðru leyti var myrkur þar inni. En það, sem eink- um vakti undrun mína, var þetta, að ljósin voru blá. Ég strauk móðuna af rúðunni. Það var ekki um að villast. Þarna loguðu undra fögur og skær þessi tvö bláu ljós hlið við hlið. Herbergisfélagar mínir báðir voru inni, þegar þessa sýn bar fyrir mig. Ég kallaði til þeirra og bað þá að koma að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.