Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 65

Morgunn - 01.06.1965, Side 65
MORGUNN 59 sóknum sínum á hinum lifandi frumum, byggingu þeirra og efnasamsetningu — og sú rannsókn er bæði nytsöm og heill- andi. En eftir þeim leiðum verður aldrei komizt að hinni full- komnu skýringu eða lausn Hfsgátunnar. Hvorki eðlisfræði né efnafræði geta til fullnustu skýrt þann leyndardóm, hvað stjórnar og stýrir þessum aragrúa frumanna, kemur af stað fjölbreytni þeirra og lætur þær gegna sínum ólíku hlutverkum í þágu hinnar lifandi heildar — líkamans. Heildin er hér annað og meira en hinir einstöku hlutar hennar. Og þótt þeir séu rannsakaðir hver fyrir sig, er ekki unnt að ráða allar eigindir heildarinnar. Kolefni, súrefni, köfnunarefni, vatnsefni, brennisteinn og fosfór eru þau efni, sem líkaminn er einkum gerður af. En það er fyrst, þegar þessi ólíku efni hafa skipazt saman í dularfulla heild, að þau verða lifandi hold. Leyndardómur líkamans er sá, að enda þótt hann sé sam- settur af aragrúa sérstakra, síbreytilegra einda, er hann eigi að síður hin mikla heild. Fyrir sjónum okkar sýnist hann ávallt vera hinn sami líkami. Þær breytingar, sem hann tek- ur, eru svo hægfara, að enda þótt við sjáum, að maðurinn eldist, könnumst við sífellt við hann í sjón, sem hinn sama mann. Svipað á sér einnig stað, að því er snertir vorn innra mann. Þar verður einnig vart stöðugra breytinga. Skapshöfn, hugs- anir, tilfinningar og endurminningar breytast frá einum tíma til annars. Og þessi breytiþróun á sér ekki eingöngu stað á yfirborði vitundarinnar, þar sem eitt kemur og ann- að hverfur, heldur er hitt og annað einnig að gerast undir yfirborðinu, þróast þar eða veldur undarlegum flækjum, og kemur siðan upp í vitundina í draumi eða jafnvel annarleg- um tilhneigingum, sem við skiljum ekki sjálf hvernig á stend- ur. Og fyrir kemur, að eitthvað virðist losna úr tengslum í djúpum sálarlífsins, sem síðan kemur fram sem nýr persónu- leiki, og þær gervipersónur geta stundum orðið fleiri en ein, og allar hver með sínum hætti og einkennum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.