Morgunn - 01.06.1965, Side 67
MORGUNN
61
orða, að maðurinn hafi eða eigi sál, í stað þess að segja
blátt áfram, að hann sé sál.
Hollt er að hafa það í huga, að svo að segja allar rann-
sóknir vísindanna á raunveruleikanum á hvaða sviði sem er,
hafa leitt til þess að kollvarpa skoðunum, sem áður voru rót-
grónar í hugsun alls almennings. Eðlisfræðingarnir byrjuðu
á því að halda, að efnið væri einhverjar óbreytilegar agnir,
en nú eru þeir komnir að raun um, að það er nánast orka eða
rafmagnshnyklar, sem fremur á skylt við flóknustu stærð-
fræði en fast efni. Og heimspekin er komin út á þær brautir,
að hin gömlu hugsanaform komast þar ekki að. Og þess
vegna er það, að með því að halda dauðahaldi í þá þekkingu
eina, sem hin venjulegu skynfæri veita okkur, komumst við
ekki langt í þekkingu á lífinu eftir dauðann.
Grein þessi er lauslega þýdd úr bókinni The Expansion of Awareness
eftir Arthur W. Osborn.
Sveinn Víkingur.
Til lesendanna.
Þar sem aðalfundur Sálarrannsóknafélagsins fyrir þetta
starfsár hefur enn ekki verið haldinn, er ekki unnt að birta
ársreikninga félagsins í þessu hefti Morguns. Þeir munu birt-
ast í desemberheftinu.
Ennfremur vil ég endurnýja þau vinsamlegu tiimæli min
til þeirra, sem orðið hafa fyrir dulrænni reynslu í vöku eða
draumi, sem þeir telja sérstaklega eftirtektarverða, að senda
mér um það skilmerkilegar frásagnir. Ég tel það bæði skyldu
og ávinning, að varðveita slíkt frá gleymsku og glötun. Jafn-
framt óska ég leyfis til þess að mega birta þær frásagnir,
sem mér virðast vel til þess fallnar, en aðrar munu verða
varðveittar í skjalasafni félagsins.