Morgunn - 01.06.1965, Qupperneq 76
70 MORGUNN
fórst á leiðinni til Californu þennan dag og allir, sem í henni
voru.
Svipað atvik átti sér stað nokkru síðar. Vinkona hennar
ein, sem var í þjónustu Sameinuðu þjóðanna, átti að fara
sendiför á þeirra vegum til Afríku. Henni var boðið far í
flugvél þeirri, sem flutti Dag Hammerskjöld í hans hinztu
för. ,,Ég veit, hvernig fer,“ sagði hún, „en það er þýðingar-
laust fyrir mig að hringja og vara Hammerskjöld við. Þeirri
aðvörun verður ekki sinnt.“ En konunni bjargaði hún þó frá
því að fara þessa ferð.
Einhverju sinni símaði hún í ofboði til manns síns á skrif-
stofu hans og bað hann að láta ná í sjúkrabíl án tafar, vegna
þess að einn af skrifstofumönnunum, Mitchell að nafni, væri
í þann veginn að fá hjartaslag. „Hvað er þetta, kona? Hann
Mitchell situr hérna inni hjá mér og er að lesa blöðin, hann
er við beztu heilsu.“ En frúin var örugg í sinni sök. Án þess
að hafa nokkur umsvif, lét hún senda sjúkravagn á staðinn.
Og það stóð heima. Vagninn var ekki fyrr kominn, en Mit-
chell fékk skyndilega aðsvif vegna kransæðastýflu. Ef vagn-
inn hefði ekki verið til taks að flytja hann á sjúkrahús, er
vafasamt, að lífi hans hefði orðið bjargað.
Svo mikið orð fór af frú Dixon og hæfileikum hennar til
þess að sjá og segja fyrir óoi'ðna hluti, að Roosevelt Banda-
ríkjaforseti gerði henni orð að finna sig í Hvíta húsið. Þetta
var árið 1944. Þau ræddu saman í fullri hreinskilni nokkra
stund, og frúin kveðst hafa reynt að einbeita huganum að
forsetanum og framtíð hans.
Eftir að þau höfðu rætt saman um heimsmálin litla stund,
rétti forsetinn henni hönd sína og sagði: „Hvað haldið þér
að ég eigi langt eftir ólifað?“
„Það, sem þér eigið ógert, ættuð þér að framkvæma sem
fyrst,“ svaraði frúin.
„Segið mér hiklaust og ákveðið, hvað fresturinn verður
langur?“ spurði forsetinn.
„Fram á mitt næsta ár,“ svaraði frúin.
„Stutt er það,“ svaraði forsetinn og varp þungt öndinni.