Morgunn - 01.06.1965, Page 79
MORGUNN 73
breytingar á stjórnarfyrirkomulaginu í Sovétríkjunum í þá
átt, að þar verði socialdemokratiskt þjóðfélag.
Bandaríkin muni kalla her sinn burt úr Suður-Vietnam.
Jarðskjálfti muni valda miklu tjóni í San Francisco. Ein-
veldi muni haldast á Spáni, einnig eftir dauða Francos.
Að lokum segir frúin, að fyrsta geimfarið, sem klaklaust
komist til annarra hnatta, muni ekki lenda á tunglinu, heldur
á plánetunni Marz. Og að það verði Ameríkumenn, sem
fyrstir komist að raun um, að þar séu fyrir hendi lífsskilyrði
fyrir manneskjuna, enda hafi líf þróazt þar lengi.
Svo mörg eru þau spádómsorð þessarar merkilegu konu.
Og þau eru ákveðin og ótvíræð. Þar eru engar hálfkveðnar
vísur, né óljóst orðalag, er skilja megi og teygja á ýmsa
vegu. Annað hvort rætast þessir spádómar og staðfesta þá
öldungis ótvírætt dulargáfu frúarinnar, eða þeir rætast ekki,
og sýna þá einnig jafn ótvírætt, að frúnni getur einnig skjátl-
azt. En jafnvel það, haggar ekki þeirri staðreynd, að frú
Dixon hefur þegar og hvað eftir annað séð fyrir ókomna at-
burði og lýst þeim greinilega áður en þeir komu fram. Nú
er það framtíðin, sem á næstu árum mun skera úr því, hvort
þeir spádómar, sem hér að framan hefur verið lýst, muni
rætast að einhverju eða öllu leyti.
Frú Dixon er fremur lág kona vexti en nokkuð þrekin.
Hún er brosmild og alúðleg í framkomu. Röddin er stillileg,
hljómfögur og þýð. En sagt er, að hendur hennar séu á sí-
felldu iði. Vekur það sérstaka athygli þeirra, sem sjá þessa
annars stillilegu konu.
Að vissu leyti má segja, að sérgáfan hafi orðið henni
hefndargjöf. Að mörgu leyti er það ekki æskilegt, að sjá
fyrir hið ókomna. Slíkt getur skapað óróleika, kvíða og ýmis
vandkvæði, ekki sízt þegar ekki reynist unnt að afstýra
sorglegum atburðum, sem séðir eru fyrir. Aðrir erfiðleikar
eru þessu einnig samfara. Frú Dixon hefur bókstaflega eng-
an frið fyrir áleitnu fólki, sem vill fá að vita eitt eða annað
um framtíð sína eða sinna nánustu. Bréfum rignir yfir hana