Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 82

Morgunn - 01.06.1965, Side 82
76 MORGUNN þeir könnuðust við þá, sem frá var sagt og að þau nöfn manna og staða, sem miðillinn nefndi, væru rétt. Var þetta einkum gert til þess, að áheyrendur mættu fylgjast betur með því, sem þarna fór fram og komast að raun um, hvort miðillinn færi með rétf mál eða eigi. Ég minnist þess ekki, að af öllum þeim sæg nafna, sem miðillinn nefndi á þessum fundi, reyndist nokkurt vera rangt að dómi fundargesta né heldur að skakkt væri farið með ættartengsl oft í fleiri ættliði, sem þarna voru rakin. Hvaða álit, sem menn kunna annars að hafa á spiritisman- um og hvaða skýringar menn kunni að aðhyllast á svona fyrirbærum, þá hygg ég, að engum heilvita manni, sem þessa fundi sóttu, hafi getað blandazt hugur um það, að þeirrar vitneskju, sem þarna kom fram varðandi hið fram- liðna fólk, gat miðillinn ekki hafa aflað sér með venjulegum hætti. Hann kann að hafa getað vitað einhver deili á 10— 20% af þessu fólki, en naumast meira. Margir höfðu látizt fyrir hans minni, flestir höfðu lifað og starfað á fjarlægum slóðum við miðilinn, sumt suður í öræfum, annað á Aust- f jörðum, enn annað á Norðurlandi, Vestf jörðum eða á Suður- og Suðvesturlandi. Aðeins örfáir voru úr Reykjavík eða þeim slóðum öðrum, þar sem líkur voru á, að miðillinn hefði get- að kynnzt þeim, á meðan þeir lifðu hér á jörð. Það gat því ekki leikið á tveim tungum, að um dul- skynjanir var að ræða. Að því leyti að minnsta kosti voru fundir þessir harla athyglisverðir og merkilegir. Manni virt- ist og hinir mörgu fundargestir yfirleitt vera mjög ánægðir með árangur þessara funda. Margir hafa hlotið þar eftir- minnilega reynslu og þeim þar orðið sjón og heyrn sögu rikari. Ég vænti þess, að þessir fundir og það, sem þar fór fram, hafi vakið margan til alvarlegri umhugsunar um framhald lífsins eftir líkamsdauðann og möguleikana á sambandi við látna vini. Er það vel, því þetta er vissulega mál, sem hvern einasta hugsandi mann varðar, og ef til vill meira en flest annað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.