Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 84

Morgunn - 01.06.1965, Page 84
78 MORGUNN og fylgjast með því, sem á þeim sviðum gerist. Þetta er langt frá því að vera nokkurt einsdæmi. Hið sama á sér stað á Eng- landi, Ameríku, Ástralíu og víðar. Hins vegar hafa frændur okkar á Norðurlöndum innan prestastéttarinnar sýnt þess- ari stefnu nokkra andúð margir hverjir, sem hefur jafnvel leitt til þess, að spíritistar hafa sums staðar sagt sig úr kirkj- unni og stofnað sína eigin söfnuði. Þessa þróun tel ég mjög óæskilega bæði fyrir kirkjuna og spíritismann. Fyrst og fremst af þeim sökum, að spíritisminn er ekki og á ekki að vera trúarbrögð, og einnig af hinu, að sönnun framhaldslífs og skynsamlegar tilraunir til þess að ganga úr skugga um tilvist þess og um sambandið við látna ástvini, hlýtur að verða kirkju og kristindómi ávinningur, en ekki hið gagn- stæða. Það er því allt í senn: óskynsamlegt, ómaklegt og óvin- gjarnlegt í garð kirkjunnar, að ala á úlfúð á milli kirkjunn- ar og sálarrannsóknanna, líkja miðlum við trúðleikara og sjónhverfingamenn og telja, að safnaðarstjórn Fríkirkjunn- ar hafi afstýrt „hneyksli" með því að afturkalla gefið leyfi um að halda mætti umræddan skyggnilýsingafund í kirkjunni. En á þá lund ritaði s-a-m nokkur í Morgunblaðið stuttu áður en fundir þessir í Lido voru haldnir. Naumast er annað hægt en að brosa að fáfrseði og fjarstæðukenndum fullyrðingum þessa manns, þegar hann segir: „Hérlendis er spíritisminn og svonefndar sálarrannsóknir ný trúarbrögð, sem hvorki eiga samleið með kristnum dómi né erindi í kristna helgi- dóma.“ Fyrir um það bil hálfri öld heyrðust raddir um það, að reka bæri mesta andans skörung meðal vígðra manna á Is- landi, próf. Harald Níelsson, úr þjóðkirkjunni, vegna þess, að hann játaði opinberlega og af prédikunarstóli trú sína á framhald lífsins eftir líkamsdauðann og samband við látna ástvini. Þetta vakti að vonum fyrirlitningu þjóðarinnar, og varð síður en svo kirkjunni til álitsauka eða eflingar. Nú — 50 árum síðar — hljómar á ný hjáróma rödd, sem naumast verður skilin öðruvísi en svo, að loka beri kirkjunum fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.