Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Síða 7

Morgunn - 01.12.1975, Síða 7
DR. HET.GI PÉTURSS 109 Benediktsson og Guðmundur Finnbogason. Enn var þá Guð- mundur Friðjónsson mjög umdeildur. En þá þegar hafði hann vakið á sér athygli allrar þjóðarinnar, og nú mundi engum koma til hugar að neita því, að eitt af stórmennum íslenzkra bókmennta er hann. Aldrei var það áform mitt að gera hér neina skrá yfir þessa leiðtoga. Og fjarri fer því, að þeir hinir mörgu, sem hér eru ekki nafngreindir, séu mér gleymdir. Ég hugsa til þeirra inni- lega hlýtt og með þakklæti fyrir það, er þeir unnu. En ég minntist á umbótamenn, sem nú eru horfnir sýnum. Hvar eru hinir, sem við tóku af þeim? Hvar eru vökumennirnir núna? Þið fyrirgefið að ég spyr. Því ég kem ekki auga á þá. Yar það kannske svo, að með Gunnlaugi Claessen hyrfi síð- asti umbótamaður íslenzks þjóðfélags? Spumingin stendur opin fyrir þann að svara er þess telur sig umkominn. En ég á eftir að minnast sérstaklega á einn þeirra manna, er hæst bar um aldamótin og mestar vonir vöktu. Ég á eftir að segja nokkur orð um þann manninn, sem ef til vill sam- einaði þá öllum öðrum fremur andlega og líkamlega glæsi- mennsku, þó að þar verði erfitt að gera upp á milli hans og Einars Benediktssonar. Ég á eftir að geta Dr. Helga Péturss. Þau kynni man ég fyrst glögglega af ritsmíðum Dr. Helga Péturss, að árið 1899 gaf sá merkilegi maður morgunroðans, Oddur Björnsson, út litla bók, er nefndist TJrn Gramland a'S fornu og nýju. Eins og hinar aðrar bækur, er Oddur var þá að senda heim frá Kaupmannahöfn og allar boðuðu nýjan dag, kom þessi bók strax inn á heimili foreldra minna. Þarna ritaði Finnur prófessor Jónsson fróðlega sögu Islendinga á Grænlandi, en Dr. Helgi ekki aðeins fróðlega, heldur og af mikilli snilli um för sína til Grænlands 1897, er hann tók þátt í dönskum vísindaleiðangri þangað. Én þó að Helgi væri hrautmenni svo af bar, hefir svo verið talið, að þessi för yrði honum slík þolraun að hennar biði hann aldrei bætur síðan, heldur hafi hún orðið upptök þessa mikla meins, er þaðan í frá þjáði hann ævina lit, en það var svefnleysi. Þessi ferða- saga beinlínis heillaði mig, og lengi hefi ég harmað það, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.