Morgunn - 01.12.1975, Side 13
DR. HELGI PÉTURSS
115
Á langri ævi hefi ég átt því láni að fagna að kynnast mörg-
um merkum mönnum og ágætum og að eignast trúnað þeirra
ekki allfárra. Á meðal þeirra sem ég minnist af mestum
hlýleik er Theodór Ambjömsson (d. 1939). Hann var fágæt-
lega heill, merkur og góður maður, auk þess, að vera mikið
karlmenni, og það hygg ég að mér sé óhætt að fullyrða, að
hann væri ramskyggnastur allra þeirra manna er ég hefi
haft náin kynni af. Langalangafi lrans var Þórarinn sýslu-
maður á Grund, en á meðal niðja Þórarins (þ.e. í Thoraren-
sensættinni) hefir verið mikið um dulrænar gáfur; t. d. hafði
Bogi Melsteð (sem einnig var trúnaðarvinur minn) fengið
sinn skerf af þeim, en þó ekki svo, að um það væri unnt að
jafna honum við Theodór. Svo fór Theodór dult með þennan
hæfileika sinn að sumir þeir, er lengi kynntust honufn, vissu
ekkert um skyggnigáfu hans.
Síðasta misserið sem Theodór lifði, var honum það án alls efa
ljóst, að skammt hlyti hann að eiga ólifað, því að hjartabilun
sú, er loks varð honum að fjörtjóni, var þá komin á svo hátt
stig að einsætt var að hverju fór. Frá sumum þeim sýnum, er
honum birtust þá, ætla ég alveg víst að hann hafi engum sagt
nema konu sinni og mér, en sú kona fannst mér löngum hafa
óvenjulega djúpan skilning á dulrænum efnum.
Síðasta kvöldið sem Theodór lifði sat hjá þeim gestur sem
ég ætla að væri náinn vinur þeirra, Þórður Þórðason tré-
smíðameistari, gagnmerkur maður og á þeim timum alkunn-
ur borgari í Reykjavík. Þegar komið var að háttatima, fór
Theodór niður i kjallara til þess að ganga frá miðstöðinni
fyrir nóttina. Þórður fylgdist með honum. Theodór bograði
við að fela eldinn, rétti sig síðan upp og horfði þá fram fyrir
sig og upp á við, virtist stara þar á eitthvað, og segir: „Hvað
er nú þetta?“ I sömu svipan hné hann út af og þar með var
öllu lokið. Hann var látinn.
Vera má að tilgangslaust sé að geta nokkurs til um það,
hvað það var sem hann sá og honum fékk undrunar. En
manneðlið er nú einu sinni svona spurult að ósjálfrátt gerum
við þetta. Og er þá önnur tilgáta sennilegri en sú, að hann