Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 25

Morgunn - 01.12.1975, Side 25
SVEPPURINN HELGI 127 því, að hann lofaði að láta þessa sveppi ekki inn fyrir varir sín- ar. Nú blasti það vandamál auk þess við, hvort það myndi ekki vera talið móðgandi, ef liann hafnaði sveppunum. Ég heyrði hann muldra fyrir munni sér: „Drottinn minn, hvað skyldi Mary segja.“ Síðan fórmn við að eta sveppina, tuggðum þá hægt, vorum um hálfa klukkustund með þá. Þeir voru slæmir á bragðið, beiskir, og af þeim var súr lykt. Við Allan vorum ákveðnir í þvi, að reyna að standast öll áhrif, sem þeir kynnu að hafa og hafa vakandi auga á öllu sem gerðist um nóttina. En allar þessar ráðagerðir fuku út í veður og vind, þegar áhrifa sveppanna fór að gæta. Skömmu fyrir miðnætti tók Senoran (en svo var Eva Men- dez venjulega nefnd) blóm úr vendi á altarinu og notaði þau til þess að slökkva logann á þessu eina kerti, sem enn logaði. Við vorum nú í niðamyrkri, og það vorum við áfram allt til dög- unar. Næstu hálfa klukkustund biðum við í þögn. Allan varð kalt og vafði hann sig inn í teppi. Nokkrum mínútum seinna hallaði hann sér að mér og hvíslaði: „Gordon, ég sé sýnir!“ Ég sagði honmn að taka það ekki nærri sér, því það gerði ég líka. Sýnirnar voru sem sé byrjaðar. Þær urðu æ skýrari og sterkari og héldu þannig fullum styrk til klukkan um það bil fjögur um morguninn. Við vorum óstöðugir á fótum og okkur var óglatt. Við lögðumst því niður á teppi það, sem breitt hafði verið fyrir okkur á gólfið, en enginn hafði minnstu löngun til að sofa nema börnin, enda hafði þeim ekki verið gefið af sveppunum. Við höfum aldrei verið betur glaðvakandi, og sýnirnar sáum við, hvort sem við höfðum augun lokuð eða opin. Þær birtust hægt eða hratt eftir því sem við kusum sjálfir. Þær voru í sterkum, fögrum litum og alltaf í fullu samræmi. Fyrst birtust ýmis konar listmótív, likt og listvefnaður eða þess háttar. Þá breyttust þær í hallir með fögrum görðum og bogagöngum, og voru þessar tilkomumiklu og fögru byggingar skreyttar ýmis- lega litum dýrmætum steinum. Næst sá ég einhvers konar goðsagnalegt dýr draga konunglegan tvíhjólavagn. Síðar virtist manni líkt og veggir hússins hefðu leyzt upp og horfið, og andi manns flogið á braut, þannig að svo virlist sem maður væri

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.