Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 27

Morgunn - 01.12.1975, Page 27
SVEPPURINN HELGI 129 á byrjunarstigi heyrðum við Senoru veifa ömium með reglu- bundnum hætti. Þá hóf hún að raula lágt og óreglulega. En brátt urðu setningarnar skýrari og atkvæði mynduðust og var einna líkast því, að hver setning skærist gegn um myrkrið. Smátt og smátt varð úr þessu heillegur söngur og lag, og hljómaði það líkt og mjög forn hljómlist. Mér fannst þetta þá hljóma líkt og afarforn messusöngur. Þegar leið á nóttina skiptist dóttir hennar á við hana um að syngja. Þær sungu mjög vel. Aldrei hátt, en eins og sá, sem valdið hefur. Það sem þær sungu var ólýsanlega hjartnæmt og viðkvæmt, dásamlega ferskt og lifandi. Það hafði aldrei hvarflað að mér hve við- kvæmt og skáldlegt verkfæri Mixetecotungan gæti verið. Ef til vill hefur þessi söngur hrifið mig svona fyrir áhrif sveppanna að einhverju leyti, en sé svo, táknar það, að þeir valda engu síð- ur ofheyrnum eu ofsýnum. Þareð við félagar erum ekki hljóm- listarsérfræðingar vitum við ekki hvort söugvarnir voru að öllu leyti evrópskir eða innlendir að uppruna. Annað veifið reis söngurinn i hámark og hætti svo skyndilega, og þá hraut Senoru af vörum orð, ofsaleg, snörp og hvöss, sem skárust gegnum myrkrið eins og hnífur. Indíánarnir telja, að þetta sé fyrir áhrif sveppanna, guð tali gegu um hana, svari þar vanda- málum, sem fyrir hann hafi verið lögð af þátttakendum. Þetta var blátt áfram véfrétt. Á köflum, sennilega svona hálftíma fresti, voru stutt hlé, og hvíldist Senoran þá, en sumir kveiktu sér í vindlingi. Á einum stað í athöfninni, meðan dóttirin söng, stóð Senoran upp' og hóf að dansa á dálitlu opnu svæði á gólfinu með stappi og klappi. Ekki er okkur fullkunnugt um það, hvernig hún framkvæmdi það, en klapp hennar og stapp var alltaf hreint og taktfast. Að því er okkur er bezt kunnugt, þá notaði hún engin tæki til þess, einungis hendur sínar, sem hún sló saman eða ldappaði ef til vill á einhverja likamshluta. Klappið og stappið hafði vissa hæð og var takturinn stundum mjög marg- brotinn, en hljómstyrkui' og hraði var breytilegur. Eitt var furðulegt við þessi hljóð, en það var það, að þau virtust koma úr ólíklegustu áttum. Stundum virtist manni hljóðið myndast

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.