Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 30

Morgunn - 01.12.1975, Page 30
132 MORGUNN fylki, með þessum orðum: „ . .. Hann hafði ekki fyrr tekið við hálsmeninu en hann tók allur að skjálfa og augnaráð hans varð starandi, eins og í vilfyrringi; hann reikaði um stund um stof- una, en hneig að lokum niður á stól. Ég varð skelfingu lostin og óttaðist að hann væri að fó flog. Betty, kona Harrys, sagðist aldrei hafa séð hann í slíku ástandi. Ég þaut fram til þess að sækja vatn handa honum á meðan Betty studdi hann. Þegar ég kom aftur, sat hann teinréttur i stólnum og starði með ofsalegu augnaráði eitthvað út í buskann. Hann virtist alls ekki sjá okk- ur, en var að horfa á eitthvað, sem við gátum ekki séð.“ „Þetta hljómar likast því að hann hafi verið í miðilsdái,11 sagði Puharich læknir. „Já, þetta virðist allforvitnilegt,“ svaraði dr. Puharich. þegar það gerðist, hafði ég ekki minnstu hugmynd um, hvað þetta var. Þú hefðir vitanlega ekki óttazt þetta, af því að þú ert læknir, en ég hafði aldrei fyrr séð mann falla í dá.“ „Nú, en hvað gerðist þá, sem sannfærði þig um að þetta væri miðilsdá?" spurði læknirinn. „Hann sat bara þarna og starði út í tómið í um það bil fimm mínútur; því næst spratt hann upp og greip fast um hönd mér, eins og í örvæntingu. Þetta verkaði ákaflega óþægilega á mig, og ekki sízt vegna þess, hvernig hann starði í augu mér. Ég hef aldrei séð jafn sterkblá augu á ævi minni. Hann endurtók i sífellu: „Manstu ekki eftir mér, manstu ekki eftir mér“. Þetta sagði hann hvað eftir annað. Ég svaraði: „Vitanlega man ég eftir þér, Harry.“ En þetta hafði engin áhrif á hann. Því næst tók hann að tala á mjög skýrri ensku um uppeldi sitt. En hann er nýkominn frá Hollandi og ennþá mjög stirður í enskunni. Mér var ekki Ijóst, að neitt væri sérstaklega eftirtektarvert við það, sem hann sagði fyrr en hann bað um pappír og blýant og fór að teikna egypzkt myndletur. Ég þóttist vita, að þetta væri hýróglýfur, þótt ég kunni ekki orð í egypzku. Af þessu varð mér Ijóst, að hann væri í svefndái. Þá tók hann að segja mér frá einhverju lyfi, sem verkaði hvetjandi á sálræna hæfileika manns. Þess vegna hringdi ég líka til þín, þvi að þú ert eini maðurinn, sem ég þekki og kynni að geta lesið eitthvert vit úr

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.