Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Síða 30

Morgunn - 01.12.1975, Síða 30
132 MORGUNN fylki, með þessum orðum: „ . .. Hann hafði ekki fyrr tekið við hálsmeninu en hann tók allur að skjálfa og augnaráð hans varð starandi, eins og í vilfyrringi; hann reikaði um stund um stof- una, en hneig að lokum niður á stól. Ég varð skelfingu lostin og óttaðist að hann væri að fó flog. Betty, kona Harrys, sagðist aldrei hafa séð hann í slíku ástandi. Ég þaut fram til þess að sækja vatn handa honum á meðan Betty studdi hann. Þegar ég kom aftur, sat hann teinréttur i stólnum og starði með ofsalegu augnaráði eitthvað út í buskann. Hann virtist alls ekki sjá okk- ur, en var að horfa á eitthvað, sem við gátum ekki séð.“ „Þetta hljómar likast því að hann hafi verið í miðilsdái,11 sagði Puharich læknir. „Já, þetta virðist allforvitnilegt,“ svaraði dr. Puharich. þegar það gerðist, hafði ég ekki minnstu hugmynd um, hvað þetta var. Þú hefðir vitanlega ekki óttazt þetta, af því að þú ert læknir, en ég hafði aldrei fyrr séð mann falla í dá.“ „Nú, en hvað gerðist þá, sem sannfærði þig um að þetta væri miðilsdá?" spurði læknirinn. „Hann sat bara þarna og starði út í tómið í um það bil fimm mínútur; því næst spratt hann upp og greip fast um hönd mér, eins og í örvæntingu. Þetta verkaði ákaflega óþægilega á mig, og ekki sízt vegna þess, hvernig hann starði í augu mér. Ég hef aldrei séð jafn sterkblá augu á ævi minni. Hann endurtók i sífellu: „Manstu ekki eftir mér, manstu ekki eftir mér“. Þetta sagði hann hvað eftir annað. Ég svaraði: „Vitanlega man ég eftir þér, Harry.“ En þetta hafði engin áhrif á hann. Því næst tók hann að tala á mjög skýrri ensku um uppeldi sitt. En hann er nýkominn frá Hollandi og ennþá mjög stirður í enskunni. Mér var ekki Ijóst, að neitt væri sérstaklega eftirtektarvert við það, sem hann sagði fyrr en hann bað um pappír og blýant og fór að teikna egypzkt myndletur. Ég þóttist vita, að þetta væri hýróglýfur, þótt ég kunni ekki orð í egypzku. Af þessu varð mér Ijóst, að hann væri í svefndái. Þá tók hann að segja mér frá einhverju lyfi, sem verkaði hvetjandi á sálræna hæfileika manns. Þess vegna hringdi ég líka til þín, þvi að þú ert eini maðurinn, sem ég þekki og kynni að geta lesið eitthvert vit úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.