Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 39

Morgunn - 01.12.1975, Page 39
SÆTISTII.RAUNIR 141 Margir eru þeirrar skoðunar, að hin fræga „sætistilraun“ sé mesta afrek Croisets. Eru þess háttar tilraunir verulega mikilvægar fyrir dularsálfræðilegar rannsóknir nú á tímum. Ef til vill eru þær frumlegustu visindatilraunir i framskyggni sem gerðar hafa verið á þessum mannsaldri. Þessar tilraunir sem Tenhaeff prófessor gerði sérstaklega úr garði fyrir Croiset hófust fyrir seytján árum á Norður- löndum. Þær fjalla um að segja fyrir fram í tímann, og hafa þær síðan verið endurteknar svo hundruðum skiptir af vís- indamönnum í fimm Evrópulöndum. Þetta hefur vakið stór- furðu fólks um alla Evrópu og þaggað niður í þeim sem lítið hafa gert úr yfirskilvitlegum fyrirbrigðum og talið þau tóma vitleysu. Ástæðan er sú að tilraunir þessar hafa verið gerðar undir strangasta vísindalegu eftirliti með fyllstu varúðarráð- stöfunum. Dularsálfræðingar í Bretlandi og Bandaríkjunum eru loksins farnir að viðurkenna hve stórmerkilegar og mikil- vægar þær eru. Valið er af handahófi sætisnúmer úr grunnteikningu yfir sæti á fundi sem á að halda síðar; segjum þriðja sæti í fimmtu röð. Engin sæti eru tekin frá. Auk þess er fundurinn stund- um haldinn í annarri borg og er Croiset iðulega ekki skýrt frá því. Sætisnúmerið er valið af þeim sem stjórnar tilraun- inni, einhverjum sem ekkert er við fundinn riðinn eða Croiset. Ýmist. dregið út eða með frjálsu vali. f Þýzkalandi er sætið stundum valið af Geiger-Múller- teljara, sem venjulega er notaður til þess að finna útgeislun. Hver sem aðferðin er, þá segir Croiset fyrir, hver muni setjast í umrætt sæti, og er fyrirvarinn allt frá einni klukku- stund upp í tuttugu og sex daga fyrir fundinn. Hljóðritaðar spár Croisets eru settar í innsiglað umslag og læstar inni í peningaskáp og ekki opnað fyrr en á fundinum. Spárnar em svo rannsakaðar lið fyrir lið, eftir að fundargestir hafa komið sér fyrir í sætum sínum, með því að spyrja persón- una sem situr í sætinu vandlega undirbúinna spurninga. Hafa fullyrðingar Croisets reynzt svo nákvæmlega réttar að ekki er hægt að útskýra þær sem ágizkanir eða tilviljanir.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.