Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 41

Morgunn - 01.12.1975, Side 41
SÆTISTII ;RAUNIR 143 rómversk-kaþólskur, beygði liann kné sín við líkkistuna. En Croiset sem ekki hafði átt von á þessari snöggu hreyfingu vinar sins, hrasaði um hann og rak höfuðið í líkkistuna.11 Fyrsta sætistilraun Croisets fór fram í Amsterdam í október- mánuði 1947 i viðurvist Hollenzka sálarrannsóknarfélagsins. Árangurinn var svo merkilegur að tilraunin var endurtekin. Árið 1951 bauð Tenhaeff prófessor þýzka dularsálfræðingn- um dr. Hans Bender að starfa með sér að þessum rannsókn- um og gera flokk sjálfstæðra sætistilrauna í Freiburg-háskóla (í Breisgau). öðrum rannsóknarmönnum á Ítalíu, i Sviss og Austurríki var síðan einnig veitt tækifæri til þess að gera sætistilraunir með Croiset. Árið 1951 var Croiset boðið til dvalar á einkaheimili í Englandi. Þar sýndi liann óformlegar sætistilraunir. Um það segir Tenhaeff prófessor: „Croiset ferðaðist þangað einn síns liðs og enda þótt hann kynni ekki stakt orð i ensku rataði hann til þessa húss.“ Með órunum hefur tæknin við þessar tilraunir verið bætt. Um það segir Tenhaeff prófessor: „Að lokum fundum við aðferð sem — hvernig sem á var litið —■ gat fullnægt ströng- ustu vísindalegri gagnrýni.“ I þrjú hundruð blaðsíðna bók eftir Tenhaeff prófessor sem ber heitið De Voorschouw (Framskyggni) og út kom árið 1961, er að finna safn sætistilrauna þessara. Hér á eftir fara nokkrar samandregnar frásagnir valdar úr ritum dr. Tenhaeffs, hollenzka tímaritinu um dularsálfræði, skýrslum Utrecht-háskóla og Dularsálfræðistofnunarinnar. Fyrsta inál — Hjúkrunarkonan. Siðari hluta dags þann 6. marz 1950 var hollenzki blaða- maðurinn E. K. ó snöpum í Amsterdam eftir fréttaefni. Hann hringdi þá til Gerards Croisets i Enschede og bað um ótví- ræðar sannanir fyrir dulrænum hæfileikum hans, sem mik- ið orð hafði farið af undanfarið um allt Holland.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.