Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 43

Morgunn - 01.12.1975, Page 43
SÆTISTIIjRATJNIR 145 myndir um sætistilraun, sem ákveðið var að halda kvöldið eftir í Enschede fyrir kvenfélag sveitarinnar í nágrenninu. Að þessu sinni sagði Croiset fyrir niu atriði. „Þetta er fjórða sæti í þriðju röð frá hægri. 1. Þar sé ég grannvaxinn ungan mann í dökkum fötum með greitt upp frá enninu. 2. Hann er með litinn vasaklút í brjóstvasanum. 3. Hann er sífellt að tala við unga stúlku, um tuttugu og fjögurra ára gamla, sem situr við hlið hans. 4. Þessi stúlka er með rós- rauðar kinnar. Hún er í rauðu vesti, og ein nöglin á fingri hennar er dálitið skemmd. Það er nöglin á löngutöng hægri handar. 5. Vinstra megin við hana situr fullorðin kona. Þessi kona er með skiptingu i hárinu. Hún er í svörtum kjól. Hún hefur hvöss blá augu og leikur ævinlega við það sem hún hefur í höndum sér. 6. Þetta fer i taugarnar á eiginmanni hennar. 7. Eiginmaðurinn hennar er digur, að verða sköll- óttur og notar gleraugu þegar hann les. 8. Hann datt á vinstri fót og er með ör fyrir neðan vinstra hnéð. 9. Fullorðna kon- an á son, sem er klæddur einkennisfötum flotans. Hann er að minnsta kosti sjómaður. Ég sé tundurskeyti springa. Hefur þessi kona misst ættingja í slíkri sprengingu við strönd Atlantshafsins . . . í einhverri höfn?“ Þessar upplýsingar voru fengnar fundarstjóra í innsigluðu umslagi fyrir fundinn þann 16. nóvember. Hvernig bar þeim nú saman við sannreyndir? í hinu valda sæti sat ungur maður sem að útliti kom heim við þrjú fyrstu atriðin í lýsingu Croisets. Á fundinum sagði hann við þenn- an unga mann: „Þér eruð með ör fyrir neðan vinstra hnéð.“ Furðulostinn viðurkenndi maðurinn að þetta væri rétt. Einnig kom það heim að við hlið hans sat ung stúlka, rjóð í kinnum, sem hann var alltaf að tala við. Upplýsingar Croi- sets um hana reyndust því réttar, enda þótt hún væri reyndar tuttugu og sex ára í stað tuttugu og fjögurra. Vinstra megin við hana sat fullorðin, bláeyg kona í svört- um kjól, sem einnig viðurkenndi að lýsingin á sér væri rétt. Auk þess reyndist lýsing hins skyggna manns á eiginmanni hennar einnig rétt. En nú kom babb í bátinn. Þessi fúllorðna

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.