Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 45

Morgunn - 01.12.1975, Side 45
SÆTISTII.RAUNIR 147 Croiset og sagði af bragði: „Þar mun kona sitja. Hún er með ör á andlitinu. Ég sé að bessi ör standa í einhverju sambandi við umferðarslys á Italíu.“ Kvöldið sem halda átti fundinn snjóaði í Rotterdam. Af jieim þrjátíu gestum sem boðnir voru til fundarins gat einn ekki komið. Og hvað um auða sætið? Það var númer 18 — þar sem Croiset sagði: „Ég sé ekkert.“ En í þriðja sæti sat kona með áberandi ör á andliti. „Já, alveg rétt,“ sagði konan. „Ég lenti í umferðarslysi á Italíu fyrir tveim mánuðum. En segið mér eitt, hvernig gátuð þér vitað það?“ Að tilrauninni lokinni staðfesti Tenhaeff prófessor spá Croi- sets með vitnisburði frá eiginmanni konunnar, en hann er taugalæknir. Fjártia mál — Rita Venturi frá Verónu. Það var söguleg sætistilraun sem gerð var þann 3. marz 1956 í Verónu á ítalíu. Það var í fyrsta sinn sem þátttak- endur og áhorfendur voru boðnir eftir að Croiset hafði lýst sýnum sínum. Tilraunin fór fram í íundarherbergi Náttúrugripasafnsins. Fimmtíu manns voru viðstaddir. Af þeim tóku þrjátiu og sex sæti á stólum sem raðað var i sex raðir með sex stólum hver röð. Daginn áður var Croiset staddur í Munohen á heimili Antons Neuhauslers prófessors, þýzks dularsálfræðings. Bað liann prófessorinn að velja stól fyrir tilraunina. „Hver mun sitja á morgun í Verónu á fjórða stól til vinstri í þriðju röð?“ spurði vísindamaðurinn. Croiset kom þegar með lýsingu sem skrifuð var niður á þýzku af dr. Neuhausler og sett í innsiglað umslag. Daginn eftir var hún þýdd á itölsku. Áður en sætistilraunin hófst í Verónu var gerð smátilraun til æfingar. Croiset fékk mjög sterka mynd af litlum poka

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.