Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 47

Morgunn - 01.12.1975, Side 47
SÆTISTII.RAUNIR 149 sem hafði sterk áhrif á hana. (Rétt. Rita viðurkenndi að hún elskaði dýr. Vinkona hennar ein gaf henni nýlega mynd af ikoma og gladdist hún mjög við gjöfina.) Þegar hún gengur heim sér hún við enda götu sinnar lítið torg. Á þessu torgi stendur sívöl bygging með bogum. (Rétt. Við enda götu Ritu var lítið torg með byggingu með mörgum bogum. Það var eina byggingin í nágrenninu með þeim hætti.) Hefur hún heima hjá sér rússneskan samovar eða tryk- neskar pípur með samfelldum lykkjum? (1 fyrstu gat Rita ekki munað eftir neinni slikri pípu. En þegar Croiset sýndi henni með fingrum sínmn hvernig lykkjunum á tyrkneskum pípum er háttað, þá mundi Rita eftir henni og svo einnig móðir hennar sem var meðal fundargesta. Báðar mundu að þær hefðu dáðst að slíkri pípu, sem þær hefðu nýlega séð á heimili vinar síns.) Hún er í svörtum skóm. Skóleðrið er dálitið laskað. Það er rifa á því. (Dr. de Boni sýndi öllum, að Rita var í svörtum skóm. En þótt Croiset fullyrti að það væri rifa á þeim, sagðist Rita ekkert lun það vita. En eftir fundinn gekk Rita til dr. Boni og viðurkenndi að það væni rifur á báðum skónum hennar og sýndi honum þær. Hún hafði tekið nærri sér að vera í svona gömlum skóm á fundinum.) Komst hún í einhverja geðshræringu í gær vegna einhvers sígarettuveskis? Lét hún það detta á gólfið? (Daginn áður hafði Rita keypt sígarettuveski sem gjöf handa vini. Þegar hún tók af því umbúðirnar heima, datt veskið á gólfið og hún óttaðist að það hefði skemmst.) Hver er gamli herrann með yfirskeggið? Hefur hún mál- verk af honum i herberginu sínu? (1 herbergi Ritu er mynd af afa hennar, gömlum herra með stórt yfirskegg.) Henti það hana nýlega að dautt dýr úr slátrarabúð datt fyrir framan hana?“ (Nokkrum dögum áður henti það þeg- ar Rita gekk framhjá slátrarabúð, að dauður kjúklingur, sem hékk yfir innganginum, féll fyrir fætur henni.)

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.