Morgunn - 01.12.1975, Qupperneq 53
b:tagavad gita
155
daglegu veraldlegu sjónarmiði? — Sem svar við þessu má
segja, að þegar svipast er um á sviði heimspekinnar komi í
ljós margir bjartir og fagrir sannleiksgeislar. Þar er þó einnig
að finna undantekningar, sem ekki verður líkt við fagurt
geislablik, heldur ægileiftur skínandi sólar. Slík framsetning
er bregður logabirtu á hið mikla sjónarspil lifsfyrirbæranna:
efnisveruleikann, og líf og æfiskeið manna. Af framsetningu
hugsunarinnar stafar þar slíkum ljóma, að þeir sem meðtaka
hina gullnu birtu, er hin stórkostlega andlega sýn bregður
yfir veraldarvegferð mannsins i ljósi vizkunnar sem og yfir
allifið, — hafa fyrir slíka fræðslu möguleika til að sameina
sannleikann lífi sínu, og verða þannig viðsýnni, betri og full-
komnari menn en ella, fyrir sakir aukins skilnings.
Dagsbrún í austri, — hin miklu IjoÖ.
Eins slík uppspretta gullinnar birtu vizku og heimspeki-
legrar snilli eru hin miklu forn-indversku helgiljóð úr Maha-
barata ljóðabálknum, Bhagavad Gíta. — Þessi bók i bundnu
máli hefir verið þýdd á íslenzku af tveimur vökumönnum
andans, sem af kærleika hafa viljað flytja löndum sínum hinn
mikla og göfuga boðskap, sem rit þetta hefir að geyma. Þeir
eru Sigurður Kristófer Pétursson og Sören Sörenson, sem báða
má með sanni kalla fræðaþuli og mannfræðara. 1 þýðingu
Sigurðar Kristófers, sem út kom árið 1924, nefnast ljóðin
„Hávamál Indíalands“, en i tveim þýðingum Sörens Sören-
sonar, hinni fyrri útgefinni 1939, nefnast þau Ljóð Krishna,
en hinni síðari er út kom 1965, Indversk Helgiljóð. Bók þessi
hefir verið þýdd á fjölda tungumála og ber mörg mismunandi
heiti, eftir því hvernig efnið hefir snert þá, sem þýddu. Þannig
hefir það einnig hlotið heiti eins og Söngur Guðdómsins, Hin
Himnesku Ljóð, Söngur Sálarinnar, og fleiri svipuð. öllum
þýðendum og öðrum sem kynnzt hafa, hefir borið saman um,
að hér væri á ferðinni túlkun og opinberun hinnar háleitustu
heimspeki — og trúarhugsana í svo stórbrotnum mæli, að