Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 56

Morgunn - 01.12.1975, Page 56
158 MORGUNN kenninga sem bókin flytur. Þessu er að sjálfsögðu mjög svo miður farið, en orsökin er hinsvegar sú að skynjun þessa er ekki einföld og liggur alls ekki opin fyrir. Þó er ritið og ljóðin i sjálfu sér og i heild sinni raunverulega ein stór mynd. Ef sú mynd næst ekki, getur orðið erfitt eða ókleift að skilja boðskap ljóðanna. — Og án skýringa getur þannig skipast svo, að þótt bókin sé ekki löng eða stór, þá getur lengd hennar orðið til að fela heildarsýnina að baki. Fari svo, skynjast boðskapurinn ekki með réttum hætti eða a.m.k. með ófull- komnari hætti, þrátt fyrir góða viðleitni; og margir gefast þannig upp. -— Sé efnið dregið saman eins og hér verður leitast við að gera, á að vera auðveldara að ná heildarsýninni og fá hinn rétta skilning til að geta meðtekið boðskap ljóðanna óstyttra. Samt verður ekki komist hjá að segja hér, að þrautseigju er þörf og kafa verður djúpt í hugsunina, ef takast á að til- einka sér þetta háleita efni að gagni. Efnið verður að vera leitandanum stöðugt i huga ef árangur á að verða til hjálpar i daglegu raunhæfu lifi. Ef heildarsýnin næst verður þetta kleift, og það auðvelt sem annars getur valdið örðugleikum og orsakað uppgjöf og fráhvarf frá efni bókarinnar. Mark- miðið er að boðskapur ljóðanna geti raunverulega sameinast lífsviðhorfum leitandans og raunverulega orðið hluti af dag- legu lífi hans honum til lífsbóta, fyrir aukinn skilning á eðli eigin lífs. Umgjörð og baksvið Ijöðanna, — lífsorrustan. Hin mikla umgjörð sem áður er talað um birtist í því, að i ljóðunum er lifið sett upp sem líking af styrjöld. 1 rauninni getur hver maður séð að þetta er á engan veg fjarstætt, en við að skoða lífið þannig fást hinsvegar algjörlega ný viðhorf til lífsbaráttunnar í heild. Réttur skilningur á því hvað út- heimtist af þeim sem verður að taka þátt í orrustu lífsins sýnir stöðu einstaklingsins í allt öðru ljósi en ella. Mætti segja að þannig séð og í viðum skilningi sé orrusta lífsins gullið

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.