Morgunn - 01.12.1975, Qupperneq 61
BHAGAVAD GITA
163
Krishna, — sem er Guðdómurinn sjá'lfur, dulinn i gerfi vinar
hans og þjóns, — tekur að fræða hann og hughreysta með
liliðsjóna af hinum æðstu sjónarmiðum og viðhorfum: frá
sjónarhóli hins innsta veruleika hans eigin anda og sálar.
Hann fræðir Arjuna um hin æðri viðhorf, séð frá sjónarmiði
hans eigin innri vitundar, þar sem hið persónulega og ein-
staklingsbundna verður að víkja fyrir hinum æðri guðdóm-
legu sjónarmiðum og tilgangi. — Þegar nú Arjuna prins,
situr yfirburgaður af harmi, niðurlútur og með tárvot augu,
kvíðinn og rændur öllum baráttuvilja, þá hughreystir og
huggar hinn dulbúni, blessaði Drottinn í gerfi vinar hans
Krishna hann og mælir til hans þessum orðum: „Hvað veldur
þér þessu smánarlega hugleysi á örlagastundu. Það varnar
þér vegs til sigurs dyggðarinnar, hvort sem er á himni eða
á jörðu. Lát eigi veiklyndi kasta rýrð á baráttusæmd þína.
Varpa frá þér linkind og vesölu hugarvíli og rís upp til bar-
áttu“. — Þá svarar Arjuna honum þannig: „Hversu fæ ég,
ó þú meistari, vegið með örvum að þeim mætu mönnum, er
mér ber að virða og vegsama, þeim Bhishma og Drona? Betra
væri að vera snauður beiningamaður en að vega mína helgu
fræðara og vini, og ata þannig blóði fæðu mina og aBa fram-
tíð. Og eigi er mér ljóst hvort betra er, sigur vor eða þeirra.
Og vart myndi oss fýsa að lifa eftir að hafa svift lifi þá syni
Dhritarashtra, er hér standa í andstæðri fylkingu gegn oss.
ömurleiki og vonleysi gagntaka hjarta mitt. Hugur minn
skynjar eigi hvað skyldan býður né livað er rétt, því sjálfs-
meðaumkvunin villir mér sýn. Ég kem til þín í andlegri
þrengingu. Ég er auðmjúkur lærisveinn þinn. Veittu mér
fræðslu og leiðsögn. Ég fæ ei áttað mig á hvað geti sefað
þjáning mína og hugarkvöl, þvi hvorki veraldargengi né völd
guða á himni gætu frelsað mig frá kvöl minni eða veitt mér
frið.“ Og hann mælir: „Ég vil ekki berjast“, en að því mæltu
setti hann hljóðan.
Eftir þessar liarmatölur hins sorgbitna og hrjáða manns,
svarar hinn blessaði Drottinn með ýtarlegri ræðu, sem segja
má að sé grundvöllur þeirra kenninga er hirtast í hinum miklu