Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 62

Morgunn - 01.12.1975, Page 62
164 MORGUNN ljóðum, en sú ræða tekur yfir annan kafla kviðunnar, er nefnist Sankhya Yoga, eða kaflinn um fræðikenningamar. — Vegna þess grundvallar gildis er þessi orðræða í heild sinni hefir fyrir kenninguna, sem bókin flytur, verður ekki komist hjá að flytja þennan kafla hér að mestu orðréttan. Ummæli hins blessaða hljóða þannig, er hann svarar Arjuna: „Þú syrgir þá sem eigi þarf að gráta; en þó hljóma orð þín gáfulega. Vitur maður gerir hvorki að bera kvíðboga fyrir lifendum né að syrgja þá er deyja. Því vissulega hefir sá tími aldrei verið, er ég og þú og þessir höfðingjar ekki voru til, og vissulega munum vér allir lifa í eilífðinni. Eins og sál vor, — líkams- búinn, gengur í gegnum æsku, manndómsár og elli, þannig íklæðist hann við dauðann nýju líkamsgerfi, og myndbreyt- ingin villir ekki um fyrir hinum vitra, og hann hryggist því ekki né óttast. Snertingin við efnið vekur líkamsbúanum til- finningu, hita og kulda, gleði og sársauka, en skynjanir þess- ar koma og fara og eru ekki varanlegar. Mæt þeim með hetju- lund. Sá maður, sem er hugrór mætir gleði og sorg með jafn- lyndi, hann á í vitund sinni vissuna um eilíft líf. Hið varan- lega mun aldrei liða undir lok, en það sem á sér enga tilvist mun aldrei verða raunveruleiki. Þeir sem þekkja hinn innsta raunveruleika gera sér grein fyrir eðli þess sem er og þess sem er ekki. Vit því að andinn, hinn innsti kjarni sem í öllu býr, er ótortímanlegur, og engum er kleyft að breyta hinu óumbreytanlega. — Líkamarnir líða undir lok, en andinn, sem í þeim býr, er eilífur, ótakmarkaður og ódauðlegur. Þess- vegna skalt þú berjast. — Sá, sem hyggur að andinn verði veginn, og hinn, er sýnist hann vera vegandinn, þeir þekkja eigi sannleikann. Hið eilifa í manninum getur ekki vegið og það verður eigi heldur vegið. — Sál mannsins, líkamsbúinn, er óborin, ódauðleg og ævarandi; hún er ógetin, eilif og hefir alltaf verið til; hún er um eilífð óumbreytanleg og deyr ekki, þótt likaminn falli i valinn. — Þegar maðurinn veit að sálin er óborin, ævarandi, óþrotleg og ótortímanleg, hvernig getur hann hugsað að hann hafi vegið eða valdið vígum. — Eins og maðurinn leggur til hliðar slitna flík og tekur sér nýja,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.