Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 63

Morgunn - 01.12.1975, Page 63
BHAGAVAD GITA 165 þannig afklæðist sálin útslitnum líkama og tekur sér bólfestu i öðrum nýjum. Eigi fá vopn sært hana og eigi eldur brennt, né vindur þurrkað eða vatn vætt hana. — Hún verður hvorki særð né brennd og getur hvorki vöknað eða skrælnað. Hún er eilíf, almáttug, óhræranleg, óumbreytileg og ávalt. — Hún er ósýnileg hinum ytri augum, og hún verður ekki gripin af hugsuninni, og eilíflega án breytingar. Er þú þekkir þennan sannleika þarft þú ekki framar að kvíða. ■— Og enda þótt þú hyggðir að hún væri stöðugt fæðingu og dauða undiropin, þá þyrftir þú samt engu að kvíða. — Þvi dauði er þvi vis er fæðist, og fæðing því, er deyr. Fyrir því skaltu eigi hryggjast yfir hinu óumflýjanlega. . . . Og er þú hefir eygt eðli skyldu þinnar þá skaltu ekki óttast, því ekkert hlutskipti er háleitara fyrir sannan hermann en réttlátt strið. Sælt er. það tækifæri er það veitir, því það opnar leið til himins. En neitir þú að heyja þetta réttláta stríð, bregzt þú skyldu þinni og bakar þér ill örlög. . . . Fallir þú í valinn, muntu ávinna þér þegnrétt í himnanna ríki. Sigrir þú, öðlast þú orðstír og jarðar gæði. Rís því á fætur, tak vopn þín og legg til orrustu ótrauður. Lát þig einu skipta gleði og sorg, ávinning og skaða, sigur og ósigur og hey baráttuna ótrauður. Þannig muntu eigi binda þér örlagaviðjar“. Lausn úr viðjum athafna, — hefting ástríSanna. Þegar hingað er komið segir Krishna Arjuna, að þessar kenningar séu framsettar i samræmi við heimsspeki Sankhya og kveðst nú muni skýra honum frá viðhorfum Yogafræðanna í þessu sambandi. Segir hann að þegar Arjuna hafi tileinkað sér þessi viðhorf, þá muni hann losna úr viðjum athafnanna. — Hann hefur nú mál sitt á því að segja, að engin viðleitni sé án árangurs og segir að einbeitt sál sé ávalt einhuga, gagn- stætt hinum hverflynda sem ekki kunni að hemja huga sinn. Hann segir hina fávisu gagntekna girndareðli og keppa eftir himnagæðum og vera haldna allskona villu. Þeir uni sér við bókstaf Veda-bóka og telji sig hafa höndlað allan sannleika,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.