Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 67

Morgunn - 01.12.1975, Page 67
BHAGAVAD GITA 169 glapið líkamsbúanum eða sálu mannsins sýn. En með þvi að temja sér sjálfsstjórn, fær hann unnið bug á þessum erkióvini, syndinni, og nær að skynja samband sitt við hinn innsta veruleika í sjálfum sér, Alsálina. Let8 skilnings og vizku. 1 fjórða kafla fræðir Krishna Arjuna um leiðina til lausnar fjnir vizku og skilning. Hann skýrir Arjuna frá þvi, að hann sem hinn Æðsti Drottinn hafi i öndverðu boðað spekingunum hin ævarandi sannindi Yoga. Þau hafi í rás tímanna borist mann fram af manni frá kynslóð til kynslóðar. Og hinn Blessaði segir Arjuna frá því, að hann hafi nú í dag opinber- að honum þessi sömu eilifu sannindi, sem vini sínum og læri- sveini, og að þessi sannindi feli í sér háleitan leyndardóm. En Arjuna skilur ekki mál hins Blessaða og er ennþá haldinn efasemdum, og hann spyr því Krishna hvernig því víki við að hann sem núhfandi maður geti sagt að hann hafi boðað þessi sannindi í upphafi vega. Því svarar hinn Blessaði hon- um með þvi, að segja að bæði hann og Arjuna eigi sér margar fæðingar að baki, en Arjuna sjái ekki þann feril sinn, þótt honum liggi það opið að sjá sínar fyrri fæðingar allar. Krishna upplýsir Arjuna um, að til þess að varðveita hið góða og hafa hemil á hinu illa og þannig leiða veröldina á rétta braut, fæðist hann inn i þennan heim á alda fresti. Athafnir þessar, segir hann, fjötra ekki, þvi þær eru framkvæmdar í fullkom- inni óeigingirni með velferð veraldarinnar fyrir augum. Hann opinberi þannig sjálfan sig hvenær sem réttlætinu halli og ranglætið taki að ryðja sér til rúms, svo að réttlætið megi komast i fastar skorður og svo illræðismenn megi verða upp- rættir en hinir góðu skipa réttan sess. —• Þá ræðir Krishna áfram um athafnirnar og viðhorfið til þeirra. Segir hann að þeir sem viti að athafnirnar saurgi þá ekki, þar sem þau girnist ekki ávöxt þeirra, þeir séu athöfnum óháðir. Og hinir vitru sem rækja skyldur sínar í þessum anda, án hugsunar um endurgjald og í nafni fómar, þeir fjötrist ekki fyrir verk 11

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.