Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 68

Morgunn - 01.12.1975, Page 68
170 MORGUNN sín, sem þannig opna þeim leið til lausnar. Krishna brýnir nú fyrir Arjuna að nauðsynlegt sé einnig að kunna skil á eðli athafnanna, þvi leiðir þeirra og eðli sé torskilinn leyndar- dómur. Fyrir því sé hin hreinsandi vizka nauðsynleg til að kunna skil á þessu, hún kenni honum að greina það, að skils- mun verði að gera á réttri athöfn og rangri, og athafnaleysi. Og maðurinn verður að vera fær um að greina milli athafnar- leysis í athöfn og athafnar í athafnarleysi, því dularfullar séu leiðir athafnanna. öruggasta leiðin til andlegs friðar sé vizkan og sá sem leiti hennar muni i fyllingu tímans finna hana í sinni eigin sál. En til að hún finnist útheimtist það, að leit- andinn sé trúfastur og einlægur, og sé honum þannig varið muni hann öðlast það sem þessi leit opnar veg til: hinn full- komna friðinn. En hinn fáfróði, trúlausi og efagjarni, segir Krishna, mun líða undir lok, því hvorki þessa heims né ann- ars muni sá finna sanna sælu, sem gagntekinn er af vantrú og efa. Sá, sem hafnað hefir öllum ávöxtum athafna sinna fyrir Yoga, og yfirbugað efann með visdómi, og stjómar sjálf- um sér, hann fjötrist ekki þótt hann starfi. LeiS afsals athafna. 1 upphafi fimmta kaflans vekur Arjuna máls á því, að Krisihna vegsami afsal athafna annarsvegar, en hvetji til iðk- unar göfugra verka eða Karma Yoga hinsvegar, og hann spyr hvort af þessu tvennu sé betra. Hinn Blessaði svarar og segir, að hæði afsal athafna og Karma-Yoga leiði til lausnar, en af þessu tvennu sé Karma-Yoga betra og henti fremur hinum venjulega manni, þar sem það sé öruggara og einfaldara en afsal athafna. Sá sem laus sé við andstæðumar tvær og gjöri hvorki að hata né elska, sameinaður í Yoga og hreinn í anda og staðfastur í sjálfsafnoituninni, hann saurgist ekki þótt hann starfi og fái auðveldlega losast úr viðjum. En afsal athafna sé hinsvegar erfitt án Yoga, og vitringurinn, sem sameinaður er í Yoga hverfi skjótt til hins Eilifa Brahma. Og sá sem laus sé úr viðjum girnda beiti orku líkama sins, huga sínum, dóm-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.