Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 77

Morgunn - 01.12.1975, Side 77
. Síðastliðið haust komu hér við í höfuðborg- o ir gestir. jnnj £ vegum SRFf hjón frá Suður-Afríku að nafni David og Nellie Lapato. Þau eru bæði huglæknar, sem starfa með aðstoð látinna lækna. Þau komu hér við í nokkra daga á heimleið eftir fyrirlestraferð um Bandarikin, þar sem þau sýndu lækningar á fjöldafundum og vöktu mikla athygli fyrir hæfileika sína. Þrátt fyrir það, að þau gætu einungis dvalið hér í fjóra daga (24.-28. okt.) tókst þeim að halda um 50 einkafundi og auk þess opinbera lækningafundi í Norræna- húsinu og Félagsheimili Seltjarnarness. Athyglisverður ár- angur náðist á hinum opinberu fundum, þar sem lækningar virtust fara fram að fundargestum aðsjáandi. Hjónin hafa stundað andlegar lækningar í fjóra áratugi með góðum ár- angri. David Lapato var í þessari Ameríkuferð kjörinn í stjórn alheimssamtaka spíritista (International Spiritual Federa- tion), og sýnir það hvers álits hann nýtur. Þá hefur la'kningamiðillinn Joan Reid (frb. Ríd) enn kom- ið hingað á vegum SRFf og dvaldist hún í höfuðborginni við lækningar frá 4. nóv. til 16. desember s.l. Hér á landi bíður hennan jafnan langur listi sjúklinga, því hún er þegar orðin fræg meðal íslendinga fyrir frábæran árangur i lækningum. Megi hún koma sem oftast til okkar. Guðspeki- félagið aldar gamalt. Þann 17. nóv. árið 1975 var Guðspekifélagið aldar gamalt. Það var stofnað í New York í Bandaríkjunum árið 1875. Stofnendur þess voru þau Madame Helena P. Blavatsky og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.