Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 78

Morgunn - 01.12.1975, Page 78
180 MORGUNN H. S. Olcott ofursti og fleiri, en framannefndar persónur voru hugur og heili þessa alþjóðlega félagsskapar til dauðadags. Markmið félagsins er þetta: I. að mynda kjarnann í alheimsbræðralagi mannanna án til- lits til kynþátta, trúar, kyns, stéttar eða litarháttar. 2. að hvetja til rannsókna í samanburðar-trúarbrögðum, heimspeki og vísindum. 3. að rannsaka óútskýrð náttúrulögmál og blundandi öfl í manninum. Þetta merkilega félag valdi sér að einkunnarorðum: ENGIN TRtJARBRÖGÐ ERU SANNLEIKANUM ÆÐRI. Ekki verða fundin betri einkunnarorð fyrir nokkurt félag sannleiksleit- enda. MORGUNN óskar íslands-deild Guðspekifélagsins til hamingju með þetta merkisafmæli og árnar íslenska Guð- spekifélaginu heilla og velgengni í framtíðinni. Tveir sjóðir. Samkvæmt beiðni stofnenda nýs sjóðs til styrktar rannsóknum í dulsálarfræði birtir MORGUNN skipulagsskrá hans hér á eftir. Með stofnun þessa nýja sjóðs eru nú til tveir sjóðir ætlaðir til styrktar sálarann- sóknum á íslandi. Árið 1971 sýndi frú Elínborg Lárusdóttir, rithöfimdur, SRFl þann vinarhug, að gefa kr. 50,000,00 til stofnunar sjóðs að styrkja rannsóknir dularfullra fyrirbæra. Hann heitir KVARANSMINNI. Vonandi vegnar þessum sjóðum báðum vel.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.