Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 6

Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN NORÐURLJOS OG FRETT SAMEINUÐ: Sigurdagur fyrir RÚV! Föstudagurinn 30. janúar sl., þegar Norðurljós og Frétt voru sameinuð í ný Norðurljós, var talinn mikill sigurdagur íyrir þessa nýju og langstærstu samsteypu ijölmiðla landsins. En hinn raunverulegi sigurvegari þessa dags var RUV. Þetta var sigurdagur Ríkisútvarpsins. Hinn nýi fjölmiðlarisi styrkti RUV í sessi þennan dag. ÞAÐ ER FYRST OG FREMST koma Baugs og Jóns Asgeirs Jóhannessonar inn í Norðurljósin og vaxandi umsvif hans á fjölmiðlamarkaði sem hefur þjappað mörgum saman um RUV. Fleiri en áður vilja núna slá skjaldborg ríkisins um fýrir- tækið; styrkja tangarhald ríkisins á því fremur en að losa um haldið. Því miður, segi ég. Ekkert er óréttlátara en að ríkið sé að vafstra í fjölmiðlun og keppa við einkafyrirtæki sem eiga allt sitt undir áskrifendum og auglýsendum. Breytir þar engu þótt RUV geri margt mjög vel og njóti mikillar virðingar og trausts á meðal landsmanna og öllum þyki vænt um fýrirtækið. Eg hef hins vegar lengi verið fylgismaður þess að breyta RUV í hluta- félag og selja það - og breytir tilkoma hins nýja risa ekki þeirri afstöðu minni. SPYRJA MÁ SIG hvort nýju Norðurljósin séu eins sterk og þau eru stór. Heildarskuldir þeirra eru um 7,9 milljarðar og augljóslega í efri kantinum. Það þótti algerlega ófært að heildarskuldir gömlu Norðurljósanna væru 8,6 milljarðar og taldi forstjóra þeirra, Sigurður G. Guðjónsson, nauðsynlegt að lækka skuldabaggann um 4 milljarða til að eitthvert vityrði í rekstrinum. Það hefúr augljóslega ekki tekist þótt samið hafi verið um léttari greiðslu- og vaxtabyrði lána og fleiri fýrirtæki séu komin inn í samsteypuna sem auka veltu hennar og jafna sveiflur. Mestu munar þó fyrir Norðurljósin að eigið fé er núna komið yfir 3 milljarða króna. Eg er raunar enn að velta því fýrir mér hvaða styrkur það hafi verið fyrir Frétt, sem gefur út Fréttablaðið og DV, að sameinast Norðurljósum; hvað þá þegar Frétt var metin á yfir 1 milljarð króna í samein- ingunni. Það er hátt verðmat þegar haft er í huga að DV var nýlega endurreist úr gjaldþroti og Fréttablaðið kornst aftur á fæturna eftír gjaldþrot fýrir einu og hálfu ári. I ljósi alls þessa má halda því fram að Jón Ásgeir spyrji sig frekar að því hvort hann eigi eftír að tapa stórfé á Ijöliniðlabröltinu en að hann sé upptekinn af ímynduðum eða raunverulegum völdum sínum sem aðaleigandi Norðurljósa. Yfirleitt eru völd offnetin. Fyrir- tæki sækja völd sín til neytenda og þau verða fýrst og fremst stór til langframa vegna þess að fólk vill skipta við þau. ENGUM DYLST að Jón Ásgeir hefur áhuga á mönnum og máleíhum. Eðlilega. En til þessa hefur umræðan gengið út á að hann láti sig meiru varða umfjöllun Fréttablaðsins gagnvart einstaka mönnum og fýrirtækjum en látið er í veðri vaka. Að minnsta kosti hefur því verið haldið fram að honum hafi ekki leiðst hin mikla andúð ritstjóra Fréttablaðsins á forsætis- ráðherra. Þá telja margir sig sjá að skoðun ritstjórans á forsætis- ráðherra sem og á ýmsum mönnum og fýrirtækjum smitist út í almennar fréttir blaðsins. Það er alltaf erfitt að fá botn í svona samsæriskenningar. En eitt er víst; eftir því sem eigendur Ijöl- miðla eru ákafari og mikilvirkari þátttakendur á leiksviði viðskiptanna þvi meiri efasemdir verða um sjálfstæði tjölmiðla þeirra gagnvart þeim sjálfum og andstæðingum þeirra. Skiptir engu hversu traustir eldveggir eru settir upp á milli ritstjórnar og eigendanna; efasemdum hefur verið stráð. En gleymum ekki að lesendur og áhorfendur eru hinn endanlegi dómari varðandi efriistök fjölrn iðla og hafa örlög þeirra í hendi sér. Þeir hafa síðasta orðið - sem og stórir auglýsendur eins og Baugur með allt sitt safn fyrirtækja sem geta auðveld- lega raskað hlutföllum á auglýsingamarkaði. NEFND SEM TÓMAS INGI OLRICH, fýrrverandi menntamálaráðherra, skipaði fýrir jól um eignarhald á tjöl- miðlum á að ljúka störfum fýrir 1. mars nk. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðu hennar - sem og Samkeppnisstofnunar sem er að skoða sameiningu Norðurljósa og Fréttar. Eflaust á enn meiri umræða eftir að fara fram um samþjöppun og fákeppni á markaði fjökniðla og hvort eigendur þeirra noti þá til skoðana- kúgunar og hagi fréttaflutningi sér í vil. Eg held hins vegar að starfsmenn Norðurljósa séu hæstánægðir með að einhverjir fjársterkir menn vilji eiga fýrirtækið, tryggja þeim atvinnu, og að þeir segi sem svo að án þessara fjölmiðla væru fréttirnar fábreyttari og fákeppnin meiri. DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra gaf sterklega í skin á Viðskiptaþingi í síðustu viku að sett yrðu lög um eignarhald á fjölmiðlum og túlkuðu allir orð hans þannig að til stæði að stöðva samruna Fréttar og Norðurljósa, þ.e. að sett verði lög sem meini eigendum dagblaðs að eiga sjónvarps- og útvarps- stöðvar - og öfugt. Ekki slær sú löggjöf mig vel. Mikill meiri- hluti þingmanna stendur dyggan vörð um RUV og ætlar svo í ofanálag að skipta sér af því hveijir eigi helsta keppinautinn. Er þetta ekki einum of ójafn leikur? 55 Jón G. Hauksson í ljósi alls þessa má halda því fram að Jón Asgeir spyiji sig frekar að því hvort hann eigi eftir að (apa stórfé á fjölmiðla- bröltinu en að hann sé upptekinn af ímynduðum eða raunverulegum völdum sínum sem aðaleigandi Norðurljósa. Yfirleitt eru völd ofmetin. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.