Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 14

Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 14
FRÉTTIR Þórólfur opnar Laugar Margt var um manninn þegar Þórólfur Árnason borgar- stjóri opnaði heilsu- og sundmiðstöðina Laugar í Laug- ardal í byrjun janúar og fengu gestir síðan að rölta um og skoða aðstæður. Húsnæði Lauga er ríílega 7.000 fermetrar að stærð og er heilsuræktaraðstaða World Class í stærstum hluta hússins. Sundlaugarnar eru tengdar stöðinni þannig að viðskiptavinir geta brugðið sér í sund í tengslum við heilsu- rækt sína eða öfugt. Húsnæði Lauga er í eigu Nýsis og hjón- anna Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, eigenda World Class. Kostnaðurinn nemur um 2,5 milljörðum króna. SH Tvær af breiðþotunum sex í biðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrst með nýtt samheitalyf Það var handagangur í öskjunni hjá Pharmaco um miðj- an janúar þegar útflutningur hófst til Evrópu á nýju samheitalyfi, Ramipril, eftir að einkaleyfi á lyfinu féll þar úr gildi. Ramipril er hjartalyf, sem til að byrja með fer í sölu í Þýskalandi, Bretlandi og Danmörku. Það skiptir sköpum að vera fyrstur með ný samheitalyf á markað og því voru sex flutningaþotur af stærstu gerð notaðar til að fljúga út með alls 300 milljón töflur og hylki strax og einkaleyfið rann úr gildi. S5 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fram- kvæmdastjóri útflutningssviðs Pharmaco. Farmurinn sem fluttur var út með breiðþotunum sex fyllti alls 1200 bretti eins og hér sjást, enda magnið alls 300 millj- ón töflur og hylki af hjartalyfinu Ramipril. ITitnað j Vísbendingu Áskriftarsími: 512 7575 Þjóðir, sem hafa lagt næga rækt við mannauð sinn, eru allar ríkar. Menn hafa lengi gert sér Ijóst, að menntun er snar þáttur mannauðsins og er því einn helzti gangráður hagvaxtar um heiminn. Hitt hefur ekki verið jafnljóst, að líku máli gegnir um heilbrigði. Það er því brýnt að vanda til skipulags heil- brigðismála ekki aðeins af heilsufarsá- stæðum, svo sem augljóst er, heldur einnig af efnahagsástæðum. Porvaldur Gylfason (Heilbrigði og hagvöxtur). Það er snjallt útspil hjá bönkunum að bjóða íbúðarfjárfestum upp á erlend lán. (fyrsta lagi sýna þeir lántakendum og öðrum svart á hvítu að tiltölulega háir útlánsvextir í íslenskum krónum eru að mestu til komnir vegna þess að innlend lántaka þeirra er dýr og erlend lántaka felur f sér gengisáhættu sem þeir verða að bæta sér upp með vaxtaálagi. Gudmundur Magnússon (Upphafið á endalokum krónunnar?). (Biankakerfið á fslandi ler) helmingi dýrara en á hinum Norðurlöndunum, mælt sem hlutfall rekstrarkostnaðar af VLF. Á hinum Norðurlöndunum nem- ur rekstrarkostnaður viðskiptabanka og sparisjóða árin 1999-2001 að meðaltali um 2% af VLF en hér á landi er rekstrarkostnaðurinn rúmlega 4% af VLF. Hér munar gífurlega miklu þar sem 2 prósent af VLF nema nú um 15 ma.kr. Ölafur Klemensson (Er það óhagkvæmni smæðarinnar?). Hægt að nálgast markaðshlutdeild á einstökum mörkuðum ef horft er á sjónvarp og útvarp sem einn markað (47% af heildinni), fréttablöð, bæði dagblöð og vikublöð, sem annan (41% af heildinni) og tímarit sem hinn þriðja (12% af heildinni). ... Þrjú stærstu fjölmiðlafyrirtækin INorðurljós, Ríkis- útvarpið og Árvakur) hafa svo hvert um sig um 21% af samanlögðum fjöl- miðlamarkaði. Eyþór luar Jónssnn (Fjölmiðlaflóran).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.