Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 21
GLATT Á HJALLA EN ÞAÐ KRAUMAR UNDIR NIÐRI. Myndin er tekin á Viðskiptaþingi Verslunarráðs, daginn áður en Björgólfur
sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um að Landsbankinn ætlaði sér ekki að yfirtaka íslandsbanka. Frá vinstri; Bjarni Ármannsson,
forstjóri íslandsbanka, Bogi Pálsson, fráfarandi formaður Verslunarráðs, og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs
Landsbankans.
Með kaupunum hefur Landsbankinn skrúfað upp verð
bréfanna í íslandsbanka. Raunar hafa bankarnir þrír
hækkað mjög í verði að undanförnu. En bankarnir skiluðu
metafkomu á síðasta ári, t.d. var hagnaður KB banka yfir 7,5
milljörðum króna eftir skatta. Gengi hlutabréfa í Islands-
banka hefur frá áramótum hækkað úr 6,40 í 7,60, eða um
19%. Gengið fór um tíma enn hærra, eða í 7,85. Islandsbanki
er orðinn býsna dýr og er markaðsverð hans komið upp í
um 80 milljarða. Það fækkar kaupendum ætli Landsbankinn
að selja hlut sinn fljótlega aftur - sem ekki er að heyra á
mönnum - þó allt geti gerst.
En hvað var Björgólfúr að hugsa? Ekki um yfirtöku, segir
hann sjálfur. „Landsbankinn stefnir ekki og hefur ekki stefnt
að yfirtöku íslandsbanka," segir hann í sérstakri og athyglis-
verðri fréttatilkynningu sem hann sá ástæðu til að senda út til
ijölmiðla eftir að kaup Landsbankans í Islandsbanka voru
orðin að Jjölmiðlafári og Fjármálaeftirlitið var að setja sig í
stellingar út af þessum kaupum.
Mihíll bankablús Kaup Landsbankans í íslandsbanka eru
hins vegar mikill bankablús. Landsbankinn og Burðarás hafa
frá áramótum keypt um 18,3% eignarhlut í Islandsbanka fyrir
ÞRIÐJA KENNINGIN: Hann ætlar að ná stórri stöðu í
íslandsbanka, halda hluthöfum og stjórnendum bankans við
efnið, og bjóðast síðan til að leysa málið með því að selja þeim
hlut Landsbankans og tengdra aðila í Islandsbanka gegn þvi
að hann fái hlut Islandsbanka í Straumi í staðinn. Með öðrum
orðum; að hann sé í raun á höttunum á eftir Straumi en ekki
íslandsbanka sem hann veit að hann á aldrei kost á að
sameina. Lokasetningin íyfirlýsingu hans gafþessari kenningu
byr, þ.e. að sú staða sem nú væri uþþi á fiármálamarkaði
skaþaði hins vegar áhugaverð fiárfestingartækifæri í fiármála-
fyrirtækjum.
FJÓRÐA KENNINGIN: Eftir að ljóst varð að Alþingi kom
í veg fyrir kaup KB banka á Spron þýddi það að hinir
bankarnir, íslandsbanki og Landsbanki, fengju ekki heldur
aðra stóra sparisjóði. Þar með væri búið að festa spari-
sjóðina í sessi sem öflug ljármálafýrirtæki á innanlands-
markaði sem kepptu hressilega við bankana á einstaklings-
markaði og við það ykjust líkurnar á að sameining Lands-
banka og íslandsbanka yrði leyfð af yfirvöldum. Sérstaklega
ef hún yrði kynnt sem sameining í stórbanka sem ætlað
væri fyrst og fremst að hasla sér völl erlendis. Með öðrum
orðum: Spron-frumvarpið varð til þess að Björgólfur fór af
stað og hóf leiftursókn.
FIMMTA KENNINGIN: Landsbankinn er búinn að ná sér í
vænlega stöðu í Islandsbanka með aðstoð Burðaráss og
Wernersijölskyldunnar. Hann gæti auðveldlega selt allan
pakkann til einhvers sem hefði mikinn áhuga á að komast
þarna inn og væri tilbúinn til að greiða fyrir það býsna hátt
verð. Ella bíður bankinn bara átekta eftir betri tíð í sam-
félaginu og stemmningu til að sameina bankana.
Sjálfsagt finnst einhverjum sem þessar kenningar séu yfir-
drifnar. En þær voru engu að síður í gangi manna á meðal
meðan umræðan var sem hörðust í ijölmiðlum um yfirtöku-
áform Landsbankans og athugið að sú umræða fékk að ganga
óáreitt ansi lengi. B3
21