Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 27
Eigin bréf íslandsbanka:
Önnur atkvæði
vega þyngra
Um 8% atkvæðamagn er talið duga til að koma manni inn
í bankaráð íslandsbanka - svo dreifð er eignaraðildin,
auk þess sem atkvæðaréttur eigin bréfa íslandsbanka
falla niður á hluthafafundum og Framtak fjárfestingarbanki
er 100% í eigu íslandsbanka og því má líta á bréf hans sem
eigin bréf íslandsbanka. Samtals nema skráð eigin bréf
íslandsbanka samkvæmt þessu 8,51% í bankanum - en hluti af
þessum bréfum gæti þegar hafa verið seldur til þriðja aðila
með framvirkum samningum.
Nýlega kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar
KB banka, sem íjallaði um eignarhlut Landsbankans og
Burðaráss í íslandsbanka, sem Landsbankinn hefur gefið út
að sé 9,59%, að ef það væri gefið að eigin atkvæði íslands-
banka (og Framtaks) liggi öll hjá íslandsbanka vigti atkvæði
annarra mun þyngra. KB banki tók sem dæmi að virkur
eignarhlutur Landsbankans og Burðaráss, skilgreindur út frá
vægi atkvæða á fundinum, væri því 10,59% en ekki 9,59%
vegna þessara eigin bréfa íslandsbanka og Framtaks.
í Hálffimm fréttum sagði sömuleiðis: „í lögum um Fjár-
málafyrirtæki frá árinu 2002 kemur fram að aðilar sem
hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækjum
skuli leita samþykkis áður en virkur eignarhlutur verður til.
Jafnframt kemur fram í lögunum að með virkum eignarhlut
sé átt við bæði beina og óbeina hlutdeild. í lögunum kemur
einnig fram að eignarhlutur telst virkur þegar óbein eða bein
hlutdeild „nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða
atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veru-
leg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis." H3
Yfirlýsing Björgólfs:
Villandi umræða
Að gefnu tilefni, vegna villandi umijöllunar ijölmiðla og
opinberra ummæla um fyrirætlun Landsbankans með
viðskipti með hlutabréf í íslandsbanka hf., er rétt að
komi fram að Landsbankinn stefnir ekki og hefur ekki stefnt
að yfirtöku íslandsbanka. Hið rétta er að Landsbankinn telur
mikilvægt að áfram verði leitað leiða til aukinnar hagræðingar
í bankakerfinu eða samvinnu og stoðir bankanna þar með
styrktar til frekari þátttöku í alþjóðlegri bankastarfsemi. Sú
staða sem nú er uppi á fjármálamarkaði skapar hinsvegar
áhugaverð ijárfestingartækifæri í fjármálafyrirtækjum. H3
Hver er nieð þína lausn?
Hverjum treystir
Viðskiptavinir Maritech treysta á MBS Navision sem viðskiptahugbúnað. Maritech hefur aðstoðað
mörg af framsæknustu fyrirtækjum ogsveitarfélögum landsins við að ná árangri í rekstri, með
þróun, sölu og innleiðingu á MBS Navision. Hjá Maritech starfa margir af hæfustu MBS Navision
sérfræðingum landsins. Komdu í hópinn og hafðu samband við söludeild Maritech.
Microsoft
C E R T I F I E D
Business Solutions
Partner
Meðal viðskiptavina Maritech eru:
„H.. JfL, *spron ■ Landsbankinn ^^at'lanta
Rftvuinuíu- wiíðacmári 14 i 9D1 Knnavnnur l Sími: 545 3200 I DOStur@maritech.is Akurevrl: Skipagata 18 I 600Akureyri I Sími 545-3500 | akureyri@maritech.is
maritech